Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi
Mynd / Kristbjörg Eyvindsdóttir
Fréttir 18. júní 2020

Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður gerðist á dögunum að hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi fékk einkunnina 10,0 fyrir höfuð á kynbótasýningu á Gaddstaða­flötum við Hellu.

Dómnefndin var skipuð þremur kynbótadómurum, en það voru þeir Eyþór Einarsson, Friðrik Sigurðsson og Arnar Bjarki Sigurðsson. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er ræktuð af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur og er í eigu Gunnars Arnarsonar ehf. Hún fór í kynbótadóm á Hellu í vikunni og náði þeim árangri meðal annars að hljóta 10,0 fyrir höfuð.

Valdís kom í heiminn fyrir fjórum árum en mamma hennar, Prýði, hefur fengið 9,5 í einkunn fyrir höfuð. 

„Það leyndi sér ekki strax við köstun að hér var fríðleiks trippi og gæðingsefni fætt. Hún var einstaklega ljúf, næm og hæfileikarík strax í byrjun tamningar. Við gerðum okkur vonir um að Valdís gæti skorað hátt fyrir höfuð áður en í dóm var farið. Fyrir nokkrum vikum voru þær hlið við hlið í hesthúsinu, mæðgurnar Valdís og Prýði. Móðirin Prýði er með 9,5 fyrir höfuð. Þar sem þær stóðu hlið við hlið fannst okkur sú yngri enn fríðari, nánast með hið fullkomna höfuð.

Það var ótrúlega gaman að heyra dómarana gefa henni einkunnina 10,0 og ekki skemmdi fyrir að hún væri fyrsta íslenska hrossið í heiminum til að hljóta þessa einkunn í kynbótadómi,“ segja stoltir ræktendur og eigendur hryssunnar. 


Skylt efni: Hestamenn | hestamennska

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...