Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi
Mynd / Kristbjörg Eyvindsdóttir
Fréttir 18. júní 2020

Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður gerðist á dögunum að hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi fékk einkunnina 10,0 fyrir höfuð á kynbótasýningu á Gaddstaða­flötum við Hellu.

Dómnefndin var skipuð þremur kynbótadómurum, en það voru þeir Eyþór Einarsson, Friðrik Sigurðsson og Arnar Bjarki Sigurðsson. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er ræktuð af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur og er í eigu Gunnars Arnarsonar ehf. Hún fór í kynbótadóm á Hellu í vikunni og náði þeim árangri meðal annars að hljóta 10,0 fyrir höfuð.

Valdís kom í heiminn fyrir fjórum árum en mamma hennar, Prýði, hefur fengið 9,5 í einkunn fyrir höfuð. 

„Það leyndi sér ekki strax við köstun að hér var fríðleiks trippi og gæðingsefni fætt. Hún var einstaklega ljúf, næm og hæfileikarík strax í byrjun tamningar. Við gerðum okkur vonir um að Valdís gæti skorað hátt fyrir höfuð áður en í dóm var farið. Fyrir nokkrum vikum voru þær hlið við hlið í hesthúsinu, mæðgurnar Valdís og Prýði. Móðirin Prýði er með 9,5 fyrir höfuð. Þar sem þær stóðu hlið við hlið fannst okkur sú yngri enn fríðari, nánast með hið fullkomna höfuð.

Það var ótrúlega gaman að heyra dómarana gefa henni einkunnina 10,0 og ekki skemmdi fyrir að hún væri fyrsta íslenska hrossið í heiminum til að hljóta þessa einkunn í kynbótadómi,“ segja stoltir ræktendur og eigendur hryssunnar. 


Skylt efni: Hestamenn | hestamennska

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...