Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heimsmeistaramótið í ostum hefur verið skipulagt í 32 ár og eru forsvarsmenn skipuleggjandans Guild of Fine Food hugfangnir yfir því hvernig norskir framleiðendur koma á hvert mót með nýjar hugmyndir og ostagerðir sem vinna hver verðlaunin á fætur öðrum.
Heimsmeistaramótið í ostum hefur verið skipulagt í 32 ár og eru forsvarsmenn skipuleggjandans Guild of Fine Food hugfangnir yfir því hvernig norskir framleiðendur koma á hvert mót með nýjar hugmyndir og ostagerðir sem vinna hver verðlaunin á fætur öðrum.
Fréttir 31. janúar 2020

Bylting í ostaframleiðslu smáframleiðenda

Höfundur: ehg - Bondebladet

Árið 1998 var fyrsta ostasamlag smáframleiðenda fyrir kúamjólk stofnað í Noregi en í dag hefur tala þeirra margfaldast þar sem 122 ostasamlög eru nú skráð í félagið Norsk Gardsost. Þegar heimsmeistaramótið í ostum var haldið í Bergamo í Ítalíu í október voru nokkrir tugir norskra osta sem unnu verðlaun.

Heimsmeistaramótið í ostum hefur verið haldið í 32 ár og eru forsvarsmenn skipuleggjandans Guild of Fine Food hugfangnir yfir því hvernig norskir framleiðendur koma á hvert mót með nýjar hugmyndir og ostagerðir sem vinna hver verðlaunin á fætur öðrum.

Á heimsmeistaramótinu í október unnu norskir ostar til þrennra súpergullverðlauna, fengu þrenn gullverðlaun, níu silfurverðlaun og níu brons.

„Þegar ég byrjaði með veitingastaðinn Sult árið 1996 hér í Noregi var norskur ostur algjörlega óáhugaverður og enginn bað um það á meðan norskt lambakjöt og fiskur var eitthvað sem fólk bað sérstaklega um. Það gat verið að fólk hugsaði að norskur ostur væri lélegur en það var ekki einu sinni hugsunin, það var bara ekkert til umræðu,“ útskýrir Bernt Bucher Johannessen, framkvæmdastjóri Hanen-samtakanna í Noregi.

Mikilvægi smáframleiðandanna er að keppa í gæðum og einhverju sérstöku við vöruna og því hafa margir að leiðarljósi að búa til ost sem er eins ólíkur og því sem stóru iðnaðarmjólkursamlögin gera. Innan Norsk Gardsost-samtakanna eru smáframleiðendurnir einnig duglegir að vinna saman og deila ráðum þó að allir séu í raun í samkeppni með sínar vörur og telur Bernt það einn af lykilþáttum þess að svo vel gengur í dag hjá framleiðendunum að selja sínar vörur og koma þeim á þann stall sem þær eru í dag. Á heimsmeistaramótinu í október unnu norskir ostar til þrennra súpergullverðlauna, fengu þrenn gullverðlaun, níu silfurverðlaun og níu brons.
        

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...