Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brúnastaðir
Bærinn okkar 20. október 2016

Brúnastaðir

Brúnastaðir í Austur-Fljótum stendur við suðaustanvert Miklavatn.
 
Býli:  Brúnastaðir. 
 
Staðsett í sveit:  Bærinn er í Austur-Fljótum í Skagafirði og stendur við suðaustanvert Miklavatn um 20 km frá Siglufirði.
 
Ábúendur: Jóhannes Helgi Ríkharðsson (50 ára) og Stefanía Hjördís Leifsdóttir (51 árs).
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ríkey Þöll, 20 ára nýstúdent á leið í heimsreisu, vinnur fyrir ferðinni á Sigló Hótel, Kristinn Knörr, 16 ára nemi í MA, Ólafur Ísar, 15 ára grunnskólanemi og Leifur Hlér, 10 ára grunnskólanemi. Svo eru 3 fósturbörn. Kolbrún Tanya, 18 ára nemi í VMA, Júlía Agar, 14 ára grunnskólanemi og Eldur Máni, 10 ára grunnskólanemi. Auk þess eru 2 grænlenskir verknemar, þeir Tom Jakobsen 22 ára og Inunngaq, 17 ára og  grænlenski vinnumaðurinn Jens Hansen 18 ára.
 
Stærð jarðar?  Um það bil 1.000 ha, þar af töluvert af grjóti og snjó.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú ásamt ferðaþjónustu og fósturheimili.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 850 kindur, 20 geitur, 5 hross, 3 holdakýr, 20 geldneyti og kálfar, 2 svín, 40 hænur af ýmsum stofnum, 3 endur, 10 holdakanínur, 1 gömul húsakisa (Sunna Dís), 2 border collie-smalahundar (Sproti og Kjarkur) og einn íslenskur hvolpur (Pjakkur).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Eftir að barnahersingunni hefur verið komið af stað í skólabílinn á morgnana taka við annir í búskap og ferðaþjónustu. Mismunandi handtök eftir árstíðum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegastir eru annatímar kringum sauðfé, vor og haust.  Margar hjálpandi hendur og mikið fjör.  Viðgerðir á biluðum vélum er ekki það skemmtilegasta sem Jóhannes lendir í.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi með frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni þar sem hefðbundinn búskapur og ferðaþjónusta fléttast meira saman. Margar spennandi hugmyndir, vantar bara fleiri stundir í sólarhringinn. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Því miður virðast færri og færri bændur gefa sig í þessi störf. Það er of algengt sjónarmið að það séu einhverjir aðrir hæfari eða hafi meiri tíma til að sinna þeim en þeir sjálfir. Þessi störf eru oft tímafrek og gefa lítið í aðra hönd og oft og tíðum fá menn litla þökk fyrir. Þeir sem gefa sig í þetta fá allt okkar hrós fyrir og hafa að okkar mati staðið sig vel. Þó má alltaf segja að þeir mættu vera sýnilegri í fjölmiðlum og á það að miklu leyti við okkur bændur alla. Hins vegar er samningsstaða okkar bænda við ríkisvaldið og afurðastöðvarnar sífellt að verða veikari og veikari eins og dæmin hafa sýnt undanfarið sumar og í haust. Af því höfum við áhyggjur og því mikilvægt að við bændur komum fram sem ein heild. Einnig þarf að einfalda lagaumhverfið um landbúnaðinn, sérstaklega það sem snýr að heimavinnslu og sölu afurða.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel ef skynsamlega er haldið á málum, bústærðir miðast við fjölskyldurekin bú sem hafa  hollustu og umhverfisvitund að meginmarkmiði. Það er besta byggðastefnan sem styður einnig við ferðaþjónustuna hringinn í kringum landið. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Eigum að einbeita okkur að því að senda upprunamerktar vörur á dýra markaði, það kostar að framleiða úrvals matvæli og það erum við að gera. Eigum að vera stolt af því og halda því meira á lofti.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Alltaf eru til fjölmargir dallar fylltir alls kyns eggjum, jafnt úr íslenskum, kínverskum eða kornhænum. Einnig er þar að finna mjólkurvörur, grænmeti og ávexti, allt stoppar stutt við í ísskápnum þar sem marga munna er að metta. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Þar sem húsmóðirin á bænum dvaldi um árabil í Mið-Ameríku er ósjaldan boðið upp á eilítið amerískari útgáfu af þeirri fæðu sem þar var boðið upp á – og er hér á bæ kallaður mexíkómatur. Vinsældir hinnar framandi fæðu vestursins ná þó aldrei að toppa dálæti heimilismanna á hinum hefðbundna rétti, kjöti í rjómakarrí. Svo mikill er spenningurinn þegar sá veislumatur er borinn á borð að tár sjást á hvörmum og hamingjusvipir mást ekki af andlitum. Einnig vill heimilisfólk koma á framfæri einum af uppáhaldsréttum heimilisins; saltkjöt með grjónagraut, kartöflum og kanilsykri. Ekki skemmir fyrir að bera fram súrt slátur með þessum veislumat. Þó svo samsetningin kunni að hljóma undarlega í fyrstu þá er ekki um að villast að hér er að finna toppmat.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Örugglega þegar þurfti að nota stórvirkar vinnuvélar við að grafa öll útihús upp úr snjó á sauðburði 2013. Hér í stórbrotinni náttúru yst á Tröllaskaga getur veðrið tekið ýmsar vendingar og slíkir útúrdúrar sitja mest eftir í minningunni.

5 myndir:

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...