Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá afhendingu Colo-Quick broddmjólkurtækjanna ffrá Bústólpa.
Frá afhendingu Colo-Quick broddmjólkurtækjanna ffrá Bústólpa.
Fréttir 2. september 2016

Broddmjólkurtæki með búnaði til gæðamats

Bústólpi gaf nú á dögunum Hvanneyrarbúinu Colo-Quick broddmjólkurtæki til eignar. 
 
Tilgangurinn með Colo-Quick broddmjólkurtækinu er að eiga alltaf tiltæka broddmjólk af háum gæðum til að gefa nýfæddum kálfum. Broddmjólk er með búnaðinum gæðametin eftir burð og aðeins besta mjólkin valin til frystingar og notkunar síðar fyrir nýfædda kálfa.
 
 „Að sögn Egils Gunnarssonar bústjóra hefur tækið mikla þýðingu fyrir Hvanneyrarbúið til að stunda rannsóknir með dýravelferð í huga. ColoQuick tækið auðveldar geymslu og stuðlar að hreinlæti við meðferð brodds ásamt því að gera mönnum kleift að velja einungis gæðabrodd fyrir kálfana. Hvanneyrarbúið hyggst safna ljósbrotsgildum brodds til að meta hver gildin séu fyrir íslenskar kýr. Ljósbrotsgildin verða síðan borin saman við raunmælingar á mótefnum í broddi. Á þann hátt verður hægt að segja til um gæði broddmjólkur úr íslenskum kúm út frá einföldum ljósbrotsmælingum.“
 
Colo-Quick broddmjólkurtækið samanstendur af búnaði til að pakka broddmjólkinni í sérstaka frystipoka, ljósbrotsmæli til að mæla gæði mjólkurinnar, gjafabúnaði og búnaði til afþíðingar á mjólkinni. Afþíðingarbúnaðurinn er einna mikilvægasta tækið, en hér er um að ræða búnað sem tryggir varðveislu á innihaldsefnum (mótefnunum) broddmjólkurinnar við afþíðingu. Með notkun á ColoQuick er tryggt að allir kálfar fái góða broddmjólk sem inniheldur nægjanlegt magn mótefna. Notkun slíks búnaðar er vel þekkt víða erlendis og hefur gefið góða raun.
 
„Broddmjólk inniheldur mótefni (e. Antibodies) sem kálfar geta einungis tekið upp fyrstu klukkustundirnar eftir burð. Nýfæddur kálfur nýtir þessi mótefni til að styrkja ónæmiskerfið og byggir þannig upp mótstöðu gegn sjúkdómum og sýkingum. Þar skipta gæði broddsins miklu máli en því meira sem broddurinn inniheldur af mótefnum því betri áhrif hefur hann á ónæmiskerfið. Gott heilsufar kálfa er forsenda góðs vaxtar og þroska og þar af leiðandi afurða hjá fullorðnum gripum,“ að sögn Jóhannesar Kristjánssonar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Skylt efni: broddmjólk

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...