Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brennsluofn á sláturhús KS
Fréttir 6. ágúst 2015

Brennsluofn á sláturhús KS

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Auglýst hafa verið drög að breyttu starfsleyfi fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki vegna starfrækslu brennsluofns. 
 
Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra má lesa drögin að starfsleyfisskilyrðunum. Í þeim kemur fram að gert sé ráð fyrir brennsluofni til að sláturhúsið geti brennt eigin úrgang. Samkvæmt drögum heilbrigðis­fulltrúa gildir starfsleyfið fyrir kjötvinnslu og slátrun á allt að 50 tonnum af skrokkum á dag. Einnig til að starfrækja brennsluofn til að brenna allt að 6 tonnum af eigin úrgangi á dag, en leyfi til þess nær til dýrahræja frá sláturhúsi KS en ekki frá öðrum. Beitt yrði bestu tækni sem fáanleg er til að koma í veg fyrir mengun umhverfisins en heilbrigðisnefnd bæri ábyrgð á mengunareftirliti. Einnig yrði loftmengun frá starfsemi takmörkuð eins og kostur er. 

Skylt efni: KS | brennsluofn

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...