Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Mynd / Ibamagov
Fréttir 26. október 2022

Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regnskóganna í Amazon.

Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands.

Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala.

Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum.

Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur.

Skylt efni: Kjúklingar | utan úr heimi

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...