Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Mynd / Ibamagov
Fréttir 26. október 2022

Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regnskóganna í Amazon.

Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands.

Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala.

Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum.

Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur.

Skylt efni: Kjúklingar | utan úr heimi

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...