Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars
Fréttir 25. janúar 2017

Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkt og með góð vín sem standast gæða kröfur ár eftir ár, er blæbrigðamunur á þorramat frá ári til árs. Framleiðsla á súrmat er langt ferli og hefst yfirleitt síðsumars eða snemma hausts þegar hráefni er valið og fyrstu bitarnir lagðir í súr. Síðan hefst verkunarferli þar sem grannt er fylgst með framvindu mála, sýrustigi, hitastigi, bragði og áferð frá degi til dags.

Aðgangur að súrmatskjallaranum er takmarkaður og aðeins fáir útvaldir fá að annast súrmatinn til að tryggja að verkunin sé eins og best verður á kosið. Það er því spennuþrungin stund þegar líður að áramótum og kjötiðnaðarmeistararnir bjóða upp á fyrstu bragðprufur og leggja árangurinn í dóm samstarfsmanna. Menn horfa, þefa, smakka, tyggja og smjatta og láta svo skoðanir sínar óspart í ljós.


Hermann Bjarki Rúnarsson verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að í ár þykir vel hafa tekist til og segja menn að bragð súrmatarins endurspegli góða veðráttu síðastliðið sumar. Lömb komu væn af fjalli og hráefnið því óvenjugott og með keim af lyngi og vallhumli. Af sömu ástæðum hafi skyrmysa í ár skilað einstöku súrbragði með undirliggjandi bragði af grængresi.

Skylt efni: þorrablót | súrmatur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...