Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars
Fréttir 25. janúar 2017

Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkt og með góð vín sem standast gæða kröfur ár eftir ár, er blæbrigðamunur á þorramat frá ári til árs. Framleiðsla á súrmat er langt ferli og hefst yfirleitt síðsumars eða snemma hausts þegar hráefni er valið og fyrstu bitarnir lagðir í súr. Síðan hefst verkunarferli þar sem grannt er fylgst með framvindu mála, sýrustigi, hitastigi, bragði og áferð frá degi til dags.

Aðgangur að súrmatskjallaranum er takmarkaður og aðeins fáir útvaldir fá að annast súrmatinn til að tryggja að verkunin sé eins og best verður á kosið. Það er því spennuþrungin stund þegar líður að áramótum og kjötiðnaðarmeistararnir bjóða upp á fyrstu bragðprufur og leggja árangurinn í dóm samstarfsmanna. Menn horfa, þefa, smakka, tyggja og smjatta og láta svo skoðanir sínar óspart í ljós.


Hermann Bjarki Rúnarsson verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að í ár þykir vel hafa tekist til og segja menn að bragð súrmatarins endurspegli góða veðráttu síðastliðið sumar. Lömb komu væn af fjalli og hráefnið því óvenjugott og með keim af lyngi og vallhumli. Af sömu ástæðum hafi skyrmysa í ár skilað einstöku súrbragði með undirliggjandi bragði af grængresi.

Skylt efni: þorrablót | súrmatur

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...