Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mynd tengist fréttaefni ekki beint
Mynd tengist fréttaefni ekki beint
Fréttir 27. júní 2025

Bóndi kærður fyrir ofbeldi og hótun um ofbeldi

Höfundur: Þröstur Helgason

Sauðfjárbóndi í Suðausturumdæmi hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi og hótun um ofbeldi í garð eftirlitsmanna Matvælastofnunar (MAST).

Nýlega fóru starfsmenn stofnunarinnar (eftirlitsdýralæknir og dýraeftirlitsmaður) í eftirlit á sauðfjárbú í suðausturumdæmi, segir í tilkynningu frá MAST. Bóndinn hleypti eftirlitsfólkinu inn í fjárhúsið en þegar dýraeftirlitsmaðurinn fór að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á viðkomandi starfsmann og lét ekki af því fyrr en eftirlitsdýralæknirinn hrópaði á hann að hætta. Ekki tókst því að ljúka eftirlitinu í það skiptið.

Tveimur vikum síðar var farið aftur í eftirlit á sama bæ og nú í lögreglufylgd og tókst þá að ljúka eftirlitinu. Að loknu eftirliti var bóndanum skýrt frá þeim frávikum sem eftirlitið hafði leitt í ljós. Bóndinn spurði þá eftirlitsmanninn í tvígang og í viðurvist lögreglu hvort hann ætti að skjóta hann.

Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel.

Matvælastofnun hefur kært bæði brotin til lögreglu

Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði sem segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Beita megi sektum ef brot sé smáfellt.

Í dýravelferðarlögum kemur fram að Matvælastofnun sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunaraðgerða. Í því felst m.a. heimild til sýna- og myndatöku. Ekki er þó heimilt að fara í þessum tilgangi í íbúðarhús, útihús eða aðra þvílíka staði án samþykkis eiganda eða umráðamanns húsnæðisins nema að fengnum dómsúrskurði.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...