Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Blekking til sölu
Skoðun 22. júlí 2015

Blekking til sölu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það er sannarlega rannsóknarefni hvað Íslendingar geta verið grunnhyggnir þegar kemur að fylgispekt við ímyndaðan pólitískan rétttrúnað. Það hefur m.a.  endurspeglast vel í ofurtrú á innleiðingu á erlendu regluverki um alla skapaða hluti.

Innleiðing blekkingarkerfis sem heimilar sölu á hluta af fjöreggi þjóðarinnar, í formi ímyndar hreinleika náttúru og orku, er eitt þessara fyrirbæra sem troðið hefur verið upp á þjóðina. Þetta var gert án þess að okkar stuðpúði gagnvart erlendu valdi, Alþingi og alþingismenn, segðu púst þegar kom að því að samþykkja þetta dæmalausa rugl. Það er fyrst núna árið 2015 að sama fólkið og samþykkti þetta er að átta sig á fáránleika málsins.

Sumt af því fólki sem samþykkti lög um þetta fyrirbæri 2008 án þess að segja múkk, hefur svo setið æpandi og emjandi vikum saman á þingi í vor í endalausu ræðurugli um „fundarstjórn forseta“. Það er engin afsökun að benda á að svona hafi þetta alltaf verið og þar séu allir samsekir, hvorum megin stjórnarborðs fólk annars situr. Þessu verður að breyta og taka upp skilvirkari vinnubrögð. Þjóðin hefur ekki efni á að halda fólki á launum í svona rugli. 

Ef erlend reglugerðarsmíð og innleiðing þeirra reglna er svo múlbundin í EES-samningum, þá verður að fara í endurskoðun á þeim samningum. Þessu hafa Norðmenn áttað sig á og fleiri eru eflaust að hugsa sér til hreyfings í þeim efnum. Þá er athyglisvert að Bretar vilja í það minnsta fá endurskoðun á aðildarsamningum sínum að ESB sem er enn múlbundnara fyrirbæri.
Svipaðar kröfur heyrast nú frá Danmörku og Svíþjóð, samt eru enn til pólitísk öfl hér á landi sem vilja teyma Íslendinga inn í þetta skriffinnskubákn.

Möguleikinn á upptöku evru var sú gulrót sem helst var hampað af ESB-sinnum. Nú stígur hver verðlaunahagfræðingurinn af öðrum fram á sjónarsviðið og segir að evran, eins og hún sé uppbyggð, geti aldrei gengið í svo sundurleitu ríkjabandalagi. Til þess þurfi að steypa ESB-ríkjunum saman í eina efnahagslega og pólitíska heild. Þrátt fyrir orð þessara virtustu hagfræðinga, er til fólk á Íslandi sem enn lemur hausnum við íslenska grjótið og hvetur til bumbusláttar á Austurvelli um ESB-aðild í nafni lýðræðis. Á sama tíma er allt í kalda koli í vöggu lýðræðisins í Grikklandi, sem þó átti að vera í öruggum höndum eftir inngöngu í ESB … eða hvað?

Skylt efni: esb | evrur

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...