Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar í kjötvinnslunni í Birkihlíð.
Þröstur Heiðar í kjötvinnslunni í Birkihlíð.
Mynd / Birkihlið
Fréttir 11. mars 2022

Bjóða ókeypis ráðgjöf um lítil sláturhús á lögbýlum

Höfundur: smh

Bændurnir í Birkihlíð í Skaga­firði, þau Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson, ætla að bjóða þeim bændum sem hafa hug á að sækja um leyfi til að reka örsláturhús ókeypis ráðgjöf um ferlið.

Þau voru í fararbroddi þeirra bænda sem börðust fyrir þessum réttindum, sem leiddi til þess að gefin var út reglugerð í maí síðastliðnum sem heimilar rekstur lítilla sláturhúsa heima á lögbýlum. Aðeins fjórar umsóknir bárust Matvælastofnun um slíkt rekstrarleyfi fyrir síðustu sláturtíð. Mun ástæðan liggja að hluta til í því að bændur mikli fyrir sér að ráðast í breytingar á húsakosti sem slíku ferli fylgir og skriffinnskan vaxi þeim í augum.

Þrír bæir með rekstrarleyfi
Fyrstu skrokkarnir sem fóru í gegnum sláturhúsið í Birkihlíð síðasta haust.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru þrjú lögbýli nú með rekstrarleyfi fyrir lítið sláturhús; Birkihlíð í Skagafirði, Grímsstaðir í Reykholtsdal og Lindarbrekka í Berufirði. Ein umsókn er enn í biðstöðu frá því í haust. Ragnheiður segist vita af áhuga bænda og einhverjir séu að koma sér upp aðstöðu. „Við sóttum um styrk til Markaðssjóðs sauðfjárafurða til að hjálpa þeim bændum sem hafa hug á að sækja um að reka örsláturhús, þeim að kostnaðarlausu. Við fengum styrkinn og ætlum að halda reglulega fundi þar sem við förum yfir það sem þarf að gera og hjálpa þeim í gegnum þetta allt og hvetja þau áfram,“ segir Ragnheiður.

Hún segir hugmyndina vera að halda fjarfundi með þeim bændum. „Við munum miðla af okkar reynslu og fara yfir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem sækja um. Síðan eru það litlu hlutirnir sem maður kannski gleymir en þarf að hafa á hreinu; þarf að nota hæklajárn og hvar fær maður það, þarf hnífahitara eða má nota eldavél? Hvað þarf marga bala og þurfa þeir að vera sérstaklega stórir? Svona praktískir hlutir sem maður kannski fattar ekki að vanti fyrr en í lokinn og reyndar ýmislegt annað.“

Samstaðan mikilvæg

„Það að koma þeim sauðfjárbændum saman sem vilja sækja um þetta leyfi og láta bændur hittast og bera saman bækur sínar og veita hvert öðru stuðning og fá hugmyndir er bara af hinu góða,“ segir Ragnheiður. „Það er alltaf betra og skemmtilegra að vinna saman í hópi og sérstaklega þegar það er að ná sama markmiðinu. Þetta er hugsað sem skemmtilegur vettvangur fyrir sauðfjárbændur að hjálpast að við að ná því. Það er ekkert gaman að fara aleinn í gegnum svona ferli, enda eru sauðfjárbændur svo skemmtilegir.

Við hjónin munum ekki setja bændum fyrir að vinna einhverja ,,heimavinnu“, en við munum ýta við bændunum að gera það sem þarf að gera fyrir ákveðinn tíma svo þeir fái leyfið tímanlega. Það verður líka hægt að hafa samband við okkur fyrir utan fundartímann, því fólk er nú kannski ekki að sækja um meðan á fundunum stendur.“

Virðiskeðjan í eigin höndum

Hún bendir á að stefnt sé að því að þetta byrji strax í þessum mánuði, en þau hafa ekki enn auglýst þetta formlega. „Ætlunin er að byrja núna um miðjan mars og drífa þetta svolítið áfram fram að sauðburði. Við munum hittast í sumar ef þörf verður á og taka stöðuna. Vonandi verða svo allir þátttakendur búnir að sækja um það sem til þarf í haust, þannig að það þurfi bara að hnýta lausa enda og allir geti slátrað í haust. Eftir sláturtíð munum við síðan hittast og taka stöðuna um það hvernig þetta hafi gengið.

Við það að slátra heima er virðiskeðjan öll komin heim á bæinn til sauðfjárbændanna sem og ýmislegt annað. Fólk fær allan innmat, hausinn, gæruna og hugsið ykkur allt sem hægt er að gera úr þessu, öll nýsköpunin sem bændur geta komið fram með,“ segir Ragnheiður að lokum um ávinninginn af því að koma sér upp eigin sláturaðstöðu og kjötvinnslu.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...