Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
VOR – verndun og ræktun, hagsmunafélag lífrænna framleiðenda stóð fyrir málþingi um lífræna ræktun í framkvæmd í samstarfi við Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins fimmtudaginn 21. október á Hótel Selfossi. Yfirskrift þingsins var „Reynslusögur frá Danmörku“ og aðalfyrirlesari var Richard de Visser landbúnaðarráðunautur sem deildi reynslu sinni af lífrænni ræktun í Danmörku.
VOR – verndun og ræktun, hagsmunafélag lífrænna framleiðenda stóð fyrir málþingi um lífræna ræktun í framkvæmd í samstarfi við Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins fimmtudaginn 21. október á Hótel Selfossi. Yfirskrift þingsins var „Reynslusögur frá Danmörku“ og aðalfyrirlesari var Richard de Visser landbúnaðarráðunautur sem deildi reynslu sinni af lífrænni ræktun í Danmörku.
Mynd / ghp
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira mæli en íslenskir lífrænir bændur. Þar sem fáir lífrænir bændur eru starfandi hér á landi getur reynst erfitt að útvega áburð sem lýtur regluverki íslenskra stjórnvalda um lífrænan búskap. Framkvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns segir að mismunandi túlkanir á hugtökum orsaki mismuninn.

Ein stærsta áskorun lífrænnar ræktunar er áburður og viðhald næringarefna í jarðvegi. Eins og gefur að skilja eru lífrænum framleiðendum settar skorður er varðar ýmsa þætti við framleiðslu.

Í Danmörku má heildarmagn lífræns áburðar ekki fara yfir 150 kg af köfnunarefni á hektara á ári en til samanburðar mega ólífræn bú þar dreifa 300 kg af köfnunarefni á ha á ári af tilbúnum áburði. Þá er notkun á húsdýraáburði á dönskum lífrænum búum þeim takmörkunum háð að tað og mykja frá ólífrænum búum má ekki fara yfir 60 kg af köfnunarefni á hektara á ári.

Á Íslandi má heildarmagn búfjáráburðar, sem er notað á lífrænni bújörð hér á landi, ekki vera meira en 170 kg af köfnunarefni á ári á hektara ræktaðs lands. Óheimilt er að nota húsdýraáburð frá ólífrænum búum nema í undanþágutilfellum að sögn Helga Jóhannessonar, ráðunautar í garðyrkju hjá RML.
Hann segir augljósan aðstöðumun milli lífrænna ræktenda í Danmörku og á Íslandi.

„Danir hafa meiri undanþágur en við og meiri stuðning fyrir þá sem eru að hefja sína vegferð. Það verður ekki til lífrænn áburður nema lífrænum búum fjölgi. Þau lífrænu bú sem halda húsdýr nota allan sinn húsdýraáburð sjálf og eiga ekkert aflögu fyrir grænmetisbændurna. Menn hafa verið að ná sér í fiskimjöl og jafnvel moltu og keyra þetta um langan veg. Það kostar helling og er heldur ekki ákjósanlegasti áburðurinn.“

Hann segir að regluverkið hér á landi mætti vera sveigjanlegra til að auðvelda framkvæmd lífrænnar ræktunar. „Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvernig menn ætla að koma áburði og næringu í lífrænni ræktun í betra horf. Það hefur ekki gengið nógu vel hingað til. Annaðhvort þarf að slaka á kröfum eða hjálpa bændum að nálgast lífrænan áburð. Danir hafa veitt markvissar undanþágur til að fá fleiri lífræna bændur inn í kerfið. Um leið og fleiri bændur eru komnir af stað í framleiðslu þá skapast rými til að þróa lífræna búskapinn, afla fanga og þá er hægt að herða reglurnar aftur.“

Sauðatað og kúamykja leyfð

„Almenn krafa í opinberum reglugerðum um lífræna ræktun er sú að notaður sé búfjáráburður frá vottaðri lífrænni búfjárrækt. Sé hann ekki fáanlegur er heimilt að nota búfjáráburð frá hefðbundinni búfjárrækt ef ekki er um að ræða verksmiðjubúskap. Það er rétt að fáir íslenskir bændur stunda lífræna búfjárrækt og þar er því ekki mikinn búfjáráburð að fá, en það er fjarri sanni að ekki sé unnt að fá búfjáráburð úr hefðbundinni búfjárrækt hér á landi, þótt ekki sé um verksmiðjubú að ræða,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem sér um eftirlit fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu. Þannig er t.d. notkun sauðataðs og kúamykja frá hefðbundnum búum leyfð.

Sleppa viðmiðum um verksmiðjubúskap

Að sögn Gunnars má nota svepparotmassa hvort sem er úr lífrænni eða hefðbundinni ræktun hér á landi sem í öðrum Evrópulöndum, ef hann inniheldur ekki aðföng úr verksmiðjubúskap. Um nokkurra ára skeið var veitt tímabundin undanþága hér á landi til notkunar á svepparotmassa sem byggði
að hluta á hænsnaskít frá verksmiðjubúi.

„Notkun svepparotmassa er leyfileg hér sem annars staðar, en sé hann byggður á búfjáráburði frá verksmiðjubúskap er hann bannaður. Reglurnar eru þær sömu á öllu EES/ESB svæðinu. En vegna þess að hugtakið verksmiðjubúskapur er ekki sérstaklega skilgreint í núverandi reglugerð ESB, þá styðjast margir við viðmið sem sett eru þar um í leiðbeiningaskjali ESB, en eins og danska dæmið sýnir eru þeir til sem sleppa því að nota einhver viðmið,“ segir Gunnar.

Vill sjá lífræn aðföng í innkaupastefnu

Inntur eftir því hvað hægt sé að gera til að vinna betur að framgangi lífrænnar framleiðslu hér á landi segir Gunnar að stjórnvöld þurfi að setja sér metnaðarfulla áætlun um að efla lífrænan landbúnað. „Það þarf í fyrsta lagi að styðja við undirstöðuna, veita aðlögunarstyrki til allnokkurra ára meðan menn eru að færa sig í lífrænar aðferðir. Þá þarf að styðja við vöruþróun og markaðssetningu, styðja fræðslu og þar með t.d. þekkingu á vottunarmerkinu. Það þarf að þróa markaðinn og hjálpa greininni að koma undir sig fótunum. Þá þarf að vinna í eftirspurnarhliðinni. Þar er hægt að horfa til Danmerkur sem setti viðmiðunarmörk í innkaupastefnu hjá opinberum fyrirtækjum um að ákveðið lágmark af aðföngum til matvæla í stóreldhúsum ætti að vera lífræn.“

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...