Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra
Mynd / BBL
Fréttir 12. september 2017

Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti eru 16,6 prósent minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun um birgðastöðuna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is.

Mynd / saudfe.is

Birgðir 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn, en í fyrra voru þær 1.262 tonn. Talið er að frá þessum birgðum muni dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu inn á markaðinn, þar sem sala á innanlandsmarkaði sé um 560 tonn á mánuði að meðaltali.

„Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári,“ segir á vef LS.

LS gerir ráð fyrir að erlendir markaðir, fyrir um 1.500 til 2.000 tonn af kindakjöti, hafi lokast eða laskast verulega á undanförnum misserum. Sala innanlands hafi hins vegar aukist bæði í fyrra, um 331 tonn, og á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 369 tonn – eða alls um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum í samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum er talin skýra þennan árangur.

Aukafjárveitingin skilaði 850 tonna sölu

Alþingi samþykkti aukafjárveitingu upp á 100 milljónir króna síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak á erlendum mörkuðum. LS greinir frá því að það verkefni hafi skilað sölu á um 850 tonnum, auk þess sem sérstakt verkefni í Japan hafi skilað 170 tonna sölu. Þá sé útlit fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna. Þessi góði árangur hefur samtals skilað sölu á 1.720 tonnum – á innanlandsmarkaði og í útlöndum.

Þrátt fyrir þennan góða árgangur telur LS að gera þurfi betur í markaðsstarfinu þar sem breska pundið sé enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir lokaðir og gengi krónunnar hátt.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...