Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra
Mynd / BBL
Fréttir 12. september 2017

Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti eru 16,6 prósent minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun um birgðastöðuna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is.

Mynd / saudfe.is

Birgðir 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn, en í fyrra voru þær 1.262 tonn. Talið er að frá þessum birgðum muni dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu inn á markaðinn, þar sem sala á innanlandsmarkaði sé um 560 tonn á mánuði að meðaltali.

„Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári,“ segir á vef LS.

LS gerir ráð fyrir að erlendir markaðir, fyrir um 1.500 til 2.000 tonn af kindakjöti, hafi lokast eða laskast verulega á undanförnum misserum. Sala innanlands hafi hins vegar aukist bæði í fyrra, um 331 tonn, og á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 369 tonn – eða alls um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum í samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum er talin skýra þennan árangur.

Aukafjárveitingin skilaði 850 tonna sölu

Alþingi samþykkti aukafjárveitingu upp á 100 milljónir króna síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak á erlendum mörkuðum. LS greinir frá því að það verkefni hafi skilað sölu á um 850 tonnum, auk þess sem sérstakt verkefni í Japan hafi skilað 170 tonna sölu. Þá sé útlit fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna. Þessi góði árangur hefur samtals skilað sölu á 1.720 tonnum – á innanlandsmarkaði og í útlöndum.

Þrátt fyrir þennan góða árgangur telur LS að gera þurfi betur í markaðsstarfinu þar sem breska pundið sé enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir lokaðir og gengi krónunnar hátt.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...