Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra
Mynd / BBL
Fréttir 12. september 2017

Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti eru 16,6 prósent minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun um birgðastöðuna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is.

Mynd / saudfe.is

Birgðir 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn, en í fyrra voru þær 1.262 tonn. Talið er að frá þessum birgðum muni dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu inn á markaðinn, þar sem sala á innanlandsmarkaði sé um 560 tonn á mánuði að meðaltali.

„Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári,“ segir á vef LS.

LS gerir ráð fyrir að erlendir markaðir, fyrir um 1.500 til 2.000 tonn af kindakjöti, hafi lokast eða laskast verulega á undanförnum misserum. Sala innanlands hafi hins vegar aukist bæði í fyrra, um 331 tonn, og á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 369 tonn – eða alls um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum í samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum er talin skýra þennan árangur.

Aukafjárveitingin skilaði 850 tonna sölu

Alþingi samþykkti aukafjárveitingu upp á 100 milljónir króna síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak á erlendum mörkuðum. LS greinir frá því að það verkefni hafi skilað sölu á um 850 tonnum, auk þess sem sérstakt verkefni í Japan hafi skilað 170 tonna sölu. Þá sé útlit fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna. Þessi góði árangur hefur samtals skilað sölu á 1.720 tonnum – á innanlandsmarkaði og í útlöndum.

Þrátt fyrir þennan góða árgangur telur LS að gera þurfi betur í markaðsstarfinu þar sem breska pundið sé enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir lokaðir og gengi krónunnar hátt.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...