Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Á faglegum nótum 10. október 2018

Best að fjarlægja þá með höndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju­­fræðingar á vegum Konunglega breska garð­yrkju­félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta­görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í.

Niðurstaða bresku garðyrkju­mannanna er að ráð eins og að setja koparþynnu í ytra borð matjurtakassa eða að strá eggjaskurn umhverfis plönturnar eru að mestu gagnslaus.

Garðyrkjumennirnir reyndu nokkur þekkt húsráð sem eiga að virka sem sniglafælur. Ráðin voru að mylja eggjaskurn, dreifa barri, viðarkurli eða smásteinum umhverfis plönturnar og setja koparþynnur á ytra borð matjurtakassa.

Ólík ráð voru reynd við 108 salatplöntur, auk þess sem til samanburðar voru salatplöntur sem ekkert var gert fyrir. Eftir sex vikna vöxt var útkoman skoðuð.

Helsta niðurstaða könnunarinnar var að salatplöntur sem ræktaðar voru í beðum voru viðkvæmari fyrir sniglum en plöntur sem ræktaðar voru í pottum. Munurinn var 5,7% át á beðplöntum en 0,2% á plöntum í pottum.

Annað sem vakti athygli var að plöntur sem smásteinum og barri hafði verið stráð umhverfis voru talsvart stærri og hraustari en samanburðarplönturnar.

Það kann að koma þeim sem til þekkja á óvart að ekki var athugað með gagn bjórgildra til að losna við snigla úr görðum. Að sögn bresku garðyrkjumannanna eru bjórgildrur góðar til að losna við snigla en á sama tíma laða þær fleiri snigla að.

Að sögn eins garðyrkjumannsins sem tók þátt í athuguninni er líklega besta leiðin til að losna við snigla að tína þá upp og losa sig við þá í að minnsta kosti tuttugu metra fjarlægð frá garðinum.

Skylt efni: ræktun | Sniglar

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...