Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Á faglegum nótum 10. október 2018

Best að fjarlægja þá með höndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju­­fræðingar á vegum Konunglega breska garð­yrkju­félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta­görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í.

Niðurstaða bresku garðyrkju­mannanna er að ráð eins og að setja koparþynnu í ytra borð matjurtakassa eða að strá eggjaskurn umhverfis plönturnar eru að mestu gagnslaus.

Garðyrkjumennirnir reyndu nokkur þekkt húsráð sem eiga að virka sem sniglafælur. Ráðin voru að mylja eggjaskurn, dreifa barri, viðarkurli eða smásteinum umhverfis plönturnar og setja koparþynnur á ytra borð matjurtakassa.

Ólík ráð voru reynd við 108 salatplöntur, auk þess sem til samanburðar voru salatplöntur sem ekkert var gert fyrir. Eftir sex vikna vöxt var útkoman skoðuð.

Helsta niðurstaða könnunarinnar var að salatplöntur sem ræktaðar voru í beðum voru viðkvæmari fyrir sniglum en plöntur sem ræktaðar voru í pottum. Munurinn var 5,7% át á beðplöntum en 0,2% á plöntum í pottum.

Annað sem vakti athygli var að plöntur sem smásteinum og barri hafði verið stráð umhverfis voru talsvart stærri og hraustari en samanburðarplönturnar.

Það kann að koma þeim sem til þekkja á óvart að ekki var athugað með gagn bjórgildra til að losna við snigla úr görðum. Að sögn bresku garðyrkjumannanna eru bjórgildrur góðar til að losna við snigla en á sama tíma laða þær fleiri snigla að.

Að sögn eins garðyrkjumannsins sem tók þátt í athuguninni er líklega besta leiðin til að losna við snigla að tína þá upp og losa sig við þá í að minnsta kosti tuttugu metra fjarlægð frá garðinum.

Skylt efni: ræktun | Sniglar

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...