Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Björk frá Reykjum með T137-ARQ og dóttir undan Teiti frá Sveinsstöðum með arfhreint T137.
Björk frá Reykjum með T137-ARQ og dóttir undan Teiti frá Sveinsstöðum með arfhreint T137.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. janúar 2025

Beiðni hafnað um viðurkenningu T137

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur hafnað beiðni um að arfgerðarbreytileikinn T137 verði formlega viðurkenndur sem verndandi gegn riðuveiki í sauðfé.

Beiðnin var send ráðuneytinu um miðjan nóvember í nafni bændahópsins Breiðvirkt riðuþol strax og stutt áliti alþjóðlegs vísindateymis sem hefur unnið að víðtækum riðurannsóknum á Íslandi frá 2021.

Ekki einhugur um að skilgreina T137 sem verndandi

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn kemur fram að ekki hafi verið einhugur um að skilgreina T137 sem verndandi arfgerð að svo stöddu. Ráðuneytið hafi óskað umsagna frá Matvælastofnun, Tilraunastöðinni á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um erindið. Arfgerðin hafi verið skilgreind sem mögulega verndandi arfgerð í nýlega undirritaðri landsáætlun Matvælastofnunar, matvælaráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um útrýmingu á sauðfjárriðu.

Fram kemur í landsáætluninni að hún verði endurskoðuð árlega, fyrir 1. apríl ár hvert. Áætlunin verður því endurskoðuð eigi síðar en 1. apríl 2025 og ljóst er að fylgst verður náið með rannsóknum á T137.

Aldrei fundist riðujákvæð T137-kind

Í erindi bændahópsins kom fram að breytileikinn væri hvað mest rannsakaður af þeim breytileikum sem skilgreindir eru sem mögulega verndandi í Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu. Staðfest hafi verið í umfangsmiklum rannsóknum á raunverulegum riðuhjörðum, í smittilraunum og í tilraunaglasi, að breytileikinn veiti afar sterka mótstöðu gegn riðusmiti. Aldrei hafi fundist riðujákvæð kind með T137 breytileika, hvorki á Íslandi né í öðrum löndum þar sem T137 er talsvert algengari en hér á landi.

Talsvert meira sé vitað um T137 en vitað var um ARR-breytileikann (R171) þegar Evrópusambandið ákvað að innleiða ræktunarstefnu sína gegn riðuveiki á grunni þess breytileika.

Ræktunarstefna sem byggir á fáum gripum

Í erindinu til ráðuneytisins kom enn fremur fram að niðurstöður alþjóðlega vísindateymisins bendi ótvírætt til þess að mótstaða T137 gegn riðuveiki á Íslandi sé eins sterk og á Ítalíu, þar sem breytileikinn sé algengur. „Þar með opnast gríðarlega mikilvægir möguleikar til að byggja þolræktun gegn riðu á talsvert breiðari grunni en eingöngu á þeim örfáu gripum sem fundust upphaflega með R171 (þótt Þernunes sé ekki lengur eina uppspretta R171). Íslenski sauðfjárstofninn býr yfir óvenjumiklum erfðafræðilegum fjölbreytileika, sem hefur vakið athygli á heimsvísu. Ræktunarstefna sem byggir á fáum gripum, stefnir þessum fjölbreytileika í voða; til dæmis getur verið mjög erfitt að losna aftur við erfðagalla sem kunna að tengjast þessum gripum.“

Fram kemur í erindinu að T137 hafi víða fundist á Norður- og Austurlandi og rannsóknir leitt í ljós að engin erfðatengsl eru á milli T137- gripa þessara hjarða.

Allir grunnlitir hafi fundist hjá gripum með breytileikann, einnig kollótt, hyrnt og ferhyrnt fé. Þessir gripir séu því talsvert líkari íslenska fjárstofninum sem heild en R171-gripirnir og dreifist um allan stofninn. Því sé hægt að innleiða T137 mjög hratt, án þess að tapa fjölbreytileikanum.

Skylt efni: arfgerðargreiningar

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...