Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bayer kaupir líftæknirisann Monsanto
Fréttir 29. september 2016

Bayer kaupir líftæknirisann Monsanto

Höfundur: Vilmundur Hansen
Gengið hefur verið frá samningi um að þýski lyfja- og efnaframleiðandinn Bayer kaupi fræsölu- og efnaframleiðslurisann  Monsanto. Kaupverðið er 56,6 milljarðar bandaríkjadalir en uppreiknast í 66 milljarða dala þegar tekið er með í reikninginn að Bayer yfirtekur skuldir Monsanto.
 
Kaupin eru stærstu einstöku viðskipti ársins í heiminum og jafngildir kaupverðið tæpum 6,5 þúsund milljörðum íslenskra króna en 7,588 milljörðum sé yfirtaka skulda tekin með. Til samanburðar eru fjárlög íslenska ríkisins árið 2016 tæpir 700 milljarðar og tæp 10% af kaupverðinu en beingreiðslur vegna nýsamþykktra búvörusamninganna næstu tíu árin eru 13 milljarðar.
 
Samkeppnisyfirvöld eiga eftir að samþykkja kaupin
Bayer hefur einnig samþykkt að greiða Monsanto tvo milljarða dala, tæpa 230 milljarða króna, leyfi samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu ekki kaupin. Hlutabréf í báðum fyrirtækjum hafa hækkað umtalsvert eftir að fréttist að samningur milli fyrirtækjanna um kaupin hefði gengið eftir.
Helmings líkur eru taldar vera á að samkeppnisyfirvöld stöðvi kaupin. Til að auka líkurnar á samþykki kaupanna gæti þurft að selja hluta starfseminnar og er þá helst talað um þann hluta Monsanto sem framleiðir soja-, bómullar- og kanólafræ.
 
25% markaðshlutdeild
Með kaupum Bayer á Monsanto verður til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði fræ- og efnasölu til landbúnaðar með rúmlega 25% markaðshlutdeild.
 
Til stendur að höfuðstöðvar fræsölu og rannsókna á sviði erfðatækni verði áfram í St. Louis í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Monsanto eru, en framleiðsla á skordýra- og plöntueitri í Monhein í Þýskalandi, heimaborg Bayer. 
 
Talið er líklegt að heitið Monsanto muni hverfa af framleiðsluvörum hins sameinaða félags þar sem það hefur víða á sér slæmt orð. 
 
Harðnandi samkeppni
Samkeppni á fræ- og efnamarkaði í landbúnaði er hörð og er alltaf að harðna þegar kemur að matvælaframleiðslu í heiminum og fá risafyrirtæki sem bítast um yfirráð á því sviði. 
 
Á síðasta ári sameinuðust bandarísku landbúnaðarrisarnir Dow og DuPont og Syngenta í Sviss gekk til liðs við kínverska fyrirtækið ChemChina sem er í ríkiseigu og með tögl og hagldir þegar kemur að matvælaframleiðslu í Kína. Kaup ChemChina á Syngenta áttu sér stað eftir að Syngenta mistókst að ná samningum við Monsanto. Samanlagt stjórna fyrrgreind fyrirtæki milli 80 og 90% af fræsölu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar í heiminum.
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...