Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvælaráðuneyta fer yfir tjónaskráningar vegna kuldakastsins sem reið yfir landið í byrjun síðasta sumars.

Engar greiðslur hafa átt sér stað þar sem ekki hefur verið gengið frá útfærslu þeirra, en áðurnefndur starfshópur mun skila inn tillögum til matvælaráðherra fljótlega. Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúmur milljarður króna á 375 búum. Frá þessu er greint í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Bændablaðsins.

Bjargráðasjóður annast greiðslur styrkja vegna kaltjóns á túnum bænda veturinn 2023 til 2024. Bændur sem urðu fyrir hvað mestu tjóni gátu sótt um og hafa fengið fyrirframgreiðslu upp í væntanlegan styrk. Stefnt er að uppgjöri og greiðslum styrkja vegna kaltjóns í janúar, en fyrirframgreiðslur koma til frádráttar við uppgjör.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f