Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML
Fréttir 15. september 2016

Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML

Höfundur: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
RML hvetur bændur til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML. Núna í vikunni opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. 
 
Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum inni á Búnaðarþingi í vor. RML er, eins og bændur vita, í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
 
Núna eru liðin rúm þrjú ár síðan RML varð til með sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna um allt land og Bændasamtaka Íslands. Við stofnun voru sett fram markmið fyrirtækisins og ákveðið skipurit sem unnið hefur verið eftir allar götur síðan. Forsöguna og markmiðin er hægt að kynna sér á heimasíðu RML (www.rml.is). 
 
Síðasta vetur ákvað stjórn RML að tímabært væri að fara yfir þetta skipulag og vinna markvissa stefnumótun fyrirtækisins til að tryggja að starfsemin sé í samræmi við óskir og kröfur bænda til fyrirtækisins og ráðgjafar í landbúnaði. Fyrsta skrefið í stefnumótuninni var að leggja fyrir búnaðarþing spurningar og umræðupunkta sem unnið var með í öllum nefndum þingsins. Þar á eftir var unnið með sambærilegar spurningar og umræðupunkta inni á starfsdögum RML þar sem allir starfsmenn tóku þátt. Í bæði skiptin var unnið með kosti og galla starfseminnar eins og hún er núna og reynt að ná fram framtíðarsýn bæði bænda og starfsfólks RML. 
 
Næsta skref í þessari vinnu er í framkvæmd núna en það er spurningakönnun sem lögð er fyrir bændur, allir bændur sem eru með aðgang að Bændatorginu hafa möguleika á að taka þátt og þar með að taka þátt í stefnumótun RML. Það tekur ekki langan tíma að svara og hvetjum við því alla til að gefa sér smá stund, fara inn á bændatorgið og svara könnuninni. 
 
Niðurstöðurnar er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda og munu niðurstöðurnar svo nýtast áfram inn í stefnumótunarvinnu stjórnar RML í haust og vetur. Látið rödd ykkar heyrast, takið þátt.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f