Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML
Fréttir 15. september 2016

Bændur taki þátt í mótun framtíðarsýnar RML

Höfundur: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
RML hvetur bændur til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML. Núna í vikunni opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. 
 
Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum inni á Búnaðarþingi í vor. RML er, eins og bændur vita, í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
 
Núna eru liðin rúm þrjú ár síðan RML varð til með sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambandanna um allt land og Bændasamtaka Íslands. Við stofnun voru sett fram markmið fyrirtækisins og ákveðið skipurit sem unnið hefur verið eftir allar götur síðan. Forsöguna og markmiðin er hægt að kynna sér á heimasíðu RML (www.rml.is). 
 
Síðasta vetur ákvað stjórn RML að tímabært væri að fara yfir þetta skipulag og vinna markvissa stefnumótun fyrirtækisins til að tryggja að starfsemin sé í samræmi við óskir og kröfur bænda til fyrirtækisins og ráðgjafar í landbúnaði. Fyrsta skrefið í stefnumótuninni var að leggja fyrir búnaðarþing spurningar og umræðupunkta sem unnið var með í öllum nefndum þingsins. Þar á eftir var unnið með sambærilegar spurningar og umræðupunkta inni á starfsdögum RML þar sem allir starfsmenn tóku þátt. Í bæði skiptin var unnið með kosti og galla starfseminnar eins og hún er núna og reynt að ná fram framtíðarsýn bæði bænda og starfsfólks RML. 
 
Næsta skref í þessari vinnu er í framkvæmd núna en það er spurningakönnun sem lögð er fyrir bændur, allir bændur sem eru með aðgang að Bændatorginu hafa möguleika á að taka þátt og þar með að taka þátt í stefnumótun RML. Það tekur ekki langan tíma að svara og hvetjum við því alla til að gefa sér smá stund, fara inn á bændatorgið og svara könnuninni. 
 
Niðurstöðurnar er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda og munu niðurstöðurnar svo nýtast áfram inn í stefnumótunarvinnu stjórnar RML í haust og vetur. Látið rödd ykkar heyrast, takið þátt.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...