Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigvaldi Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal.
Sigvaldi Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 22. júlí 2015

Bændur mislangt komnir með sláttinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændur á Suðurlandi hafa almennt farið hægt af stað í heyskap á þessu sumri, „þeir eru að bíða eftir meiri sprettu,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, fóðurráðgjafi hjá RML á Selfossi.
 
Hún segir allan gang á því hvar sunnlenskir bændur eru á vegi staddir þegar að slætti kemur, sumir búnir með fyrri slátt, aðrir ekki byrjaðir og þá eru sumir um það bil að byrja. Fé var víða á túnum fram á sumar og tefur það að hægt sé að hefja slátt. Víða var búið að slá í Flóanum þegar Jóna Þórunn var þar á ferð um liðna helgi, eins er þó nokkuð búið að slá í Landeyjum og uppsveitum Árnessýslu.  
 
„Það er allur gangur á þessu, menn eru mislangt komnir eins og gengur,“ segir hún. Hún segir nokkra óvissu um hversu mikið magnið verði, en allt bendi til að gæðin verði í fínu lagi.  
 
Ekkert byrjað að slá 
á Efri-Jökuldal
 
Sigvaldi Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal, segir að ekkert sé farið að slá þar um slóðir og gerir ekki ráð fyrir að bændur í Jökuldal hefji almennt slátt fyrr en eftir 20. júlí og jafnvel ekki fyrr en undir mánaðamót júlí ágúst. Það sé um hálfum mánuði og allt að þremur vikum seinna en í meðalári.
Fremur kalt hefur verið fyrir austan, lítill lofthiti, en eftir að svolítil væta kom á dögunum tóku tún vel við sér.  Gæsir eru í stórum flokkum á túnum í Jökuldal og bætir það ekki úr skák, en áður gekk fé út á túni og veldur hvoru tveggja töfum. „Það er víða hér um slóðir gæsamergð á öllum túnum, þær eru seinar að hafa sig til fjalla, en mér sýnist vera fararsnið á geldfugli,“ segir Sigvaldi.
 
Engin sauðfjárbeit er á túnum við Hákonarstaði, „en fuglinn heldur okkar túnum alveg niðri, hámar í sig grasið. En það er ekki öll nótt úti, við trúum því að ágúst verði góður og tíð ágæt eitthvað fram í september, þannig að við örvæntum ekki ennþá,“ segir Sigvaldi.
 
Gæðin í góðu lagi
 
Guðmundur Sigurðsson, ráðu­nautur á Hvanneyri í Borgarfirði, segir misjafnt hvar á vegi bændur séu staddir þegar kemur að heyskap á þessu sumri. Töluvert hafi verið heyjað í Borgarfirði. 
Víða séu menn langt komnir, einkum kúabændur, en á sauðfjárbúum hafi fé lengi verið á túnum og sé jafnvel enn svo á þeim bæjum eru menn rétt farnir að huga að slætti. Gæðin eru að sögn Guðmundar í góðu lagi.
 
Hann væntir þess að það sem af er sumri verði gott, það munaði t.d. öllu ef háarspretta yrði góð. „Við treystum því að veðrið verði gott seinni hluta sumars,“ segir Guðmundur. 

Skylt efni: Sláttur | heyskapur | tíðarfar

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...