Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar og ráðunautur hjá RML, með viðurkenninguna.
Berglind Ósk Alfreðsdóttir, verkefnisstjóri Loftslagsvæns landbúnaðar og ráðunautur hjá RML, með viðurkenninguna.
Mynd / Dúi J. Landmark
Fréttir 29. desember 2021

Bændur í Loftslagsvænum landbúnaði eru öflugar fyrirmyndir

Höfundur: smh

Verkefnið Loftslagsvænn land­búnaður fékk á dögunum hvatningar­­verðlaun ársins 2021 á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Í verkefninu, sem er nú á sínu öðru ári, þar sem 40 bændur taka þátt, er markmiðið að gera búreksturinn loftslagsvænan með annars vegar kolefnisbindingu og hins vegar samdrætti í losun á gróðurshúsalofttegundum.

Landsvirkjun hlaut hins vegar Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á fundinum. Yfirskrift fundarins var Framtíðarsýn og næstu skref. Þetta er í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt en markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.

Mikill heiður 

Tvisvar hafa verið teknir inn í verk­efnið hópar sauðfjárbænda og einu sinni hópur nautgripabænda. Um samstarfsverkefni er að ræða á milli Ráð­gjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML), Land­græðslunnar, Skógræktarinnar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Líf Magneudóttir, formaður dómnefndar, afhentu Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnisstjóra Loftslagsvæns landbúnaðar og ráðunauts RML, viðurkenninguna.

Berglind segir að hvatningar­verðlaunin séu verkefninu ómetanleg því um eftirsótta og virta viðurkenningu sé að ræða. „Það er mikill heiður að vera í góðum hópi fyrirtækja sem hafa hlotið þessar viðurkenningar seinustu ár, eins og Carbfix, Landspítalinn, Efla, Klappir og HB Grandi. Eining voru tilnefnd fyrirtæki sem eru að vinna gott starf í loftslagsmálum, eins og Byko, Vís, Strætó og Íslandsbanki,“ segir Berglind. „Þessi viðurkenning verður táknræn fyrir stefnu verkefnisins og mun nýtast við að móta framtíð þess,“ bætir hún við.

Í umsögn dómnefndar um verk­efnið segir að í gegnum það séu bændur studdir með beinum hætti í þeirra eigin markmiðasetningum í loftslagsmálum, með fræðslu og ráðgjöf. „Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“

Öflugar fyrirmyndir 

Í þakkarræðu Berglindar kom fram að styrkur verkefnisins felist í öflugu samstarfi þriggja fagaðila og tveggja ráðuneyta sem sé eitt af lykilatriðum þess að vel takist til við að finna lausnir á því hvernig bændur geti unnið að loftslagsmálum á jákvæðan hátt. Viðurkenningin hvetji þátttökubændur til dáða í sínum loftslagsverkefnum og geri þá að öflugum fyrirmyndum í loftslagsmálum landbúnaðarins.

Miðað við möguleika og aðstæður hvers og eins

Sem fyrr segir eru meginmarkmið verkefnisins að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Að sögn Berglindar er við hverja og eina aðgerðaráætlun tekið mið af möguleikum og aðstæðum hvers bús. Þátttakendur vinni markvisst að settum markmiðum í daglegum bústörfum með markvissri fræðslu og ráðgjöf um hvernig hægt er að gera búskapinn loftslagsvænni með bættum búskaparháttum, skógrækt og landgræðslu.

Hún segir að þátttakendur séu hvattir til þess að koma með nýjar aðgerðir og markmið að umhverfis- og loftslagsaðgerðum en tækifærin þar séu mikil. Þátttakendur koma fram með loftslagsvænar aðgerðir sem eru fullar af nýsköpun, framsækni og spennandi möguleikum. Allir þátttakendur eru því líka að bæta í þekkingarbrunn um loftslagsvænar aðgerðir íslensks landbúnaðar. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...