Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bændur ekki krafðir um meirapróf
Fréttir 24. október 2025

Bændur ekki krafðir um meirapróf

Höfundur: Þröstur Helgason

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fallið frá reglugerðarbreytingu sem hefði kallað á að bændur þyrftu meirapróf á dráttarvélar sínar.

„Vegna frétta um drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, get ég upplýst að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla,“ segir Eyjólfur í færslu á Facebook.

Hann segir reglugerðarbreytinguna hafi verið sett fram að tillögu Samgöngustofu. Meginrök hennar hafi snúið að umferðaröryggi. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með umferðarlögum hafi verið bent á að dráttarvélar með stóra og þunga vagna væru í auknum mæli notaðar líkt og vörubílar í almennri umferð.

Eftir talsverða gagnrýni frá hendi meðal annars bænda, samtaka þeirra og sveitarfélaga á reglugerðarbreytinguna í samráðsgátt stjórnvalda hafi Eyjólfur ákveðið að fella hana niður:

„Samráði er nýlokið og að teknu tilliti til umsagna og þeirra áhrifa sem breytingin hefði í för með sér, einkum þess kostnaðar og fyrirhafnar sem hlytist af kröfu um aukin ökuréttindi fyrir bændur, er það niðurstaða mín að fella tillöguna brott.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...