Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hákon B. Harðarson á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2021 úr hendi Birgis Arasonar, formanns sambandsins.
Hákon B. Harðarson á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2021 úr hendi Birgis Arasonar, formanns sambandsins.
Fréttir 1. apríl 2022

Bændur á Svertingsstöðum fá nautgriparræktarverðlaun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hákon B. Harðarson og Þorbjörg H. Konráðsdóttir á Svertingsstöðum 2 í Eyja­fjarðar­sveit hlutu naut­gripa­­ræktarverðlaun Búnaðar­sambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021.
Þau tóku við búskap á Svertingsstöðum 2 árið 2015 af foreldrum Hákonar. Hann er 4. ættliður sem er með búskap á Svertingsstöðum, en Tryggvi Jónsson og Ágústína Gunnarsdóttir, langafi og -amma Hákonar, keyptu Svertingsstaði 1921.

Á Svertingsstöðum hefur alla tíð verið rekinn blandaður búskapur þótt mjólkurframleiðslan sé nú aðalbúgrein búsins og hefur mikið verið lagt upp úr góðu skýrsluhaldi og skipulögðu ræktunarstarfi í nautgriparæktinni allt frá upphafi skýrsluhalds í nautgriparækt. Nautgriparækt á Svertingsstöðum á því langa sögu.

Búið hefur verið virkt í ræktunarstarfinu með notkun sæðinga og með því að senda nautkálfa á nautastöð. Í ræktunarstarfinu hefur áherslan verið lögð á að rækta afurðasamar og endingargóðar kýr sem henta til mjólkurframleiðslu við nútímaaðstæður. Nú er í notkun reynt naut frá Svertingsstöðum, Álmur 16007, en þetta nafn bar einnig fyrsta nautið sem fór á nautastöð frá búinu 40 árum áður en það var Álmur 76003.

Aðalsmerki þess nauts var einmitt góð ending og afurðasemi. Nú eru 3 nautkálfar í uppeldi á Nautastöð Bændasamtaka Íslands frá Svertingsstöðum, en alls hafa þau Hákon og Þorbjörg sent 11 naut á nautastöðina síðan þau tóku við 2015.

Oft í hópi afurðahæstu búa landsins

Svertingsstaðir hafa síðustu ár oft verið í hópi afurðahæstu búa landsins og var í hópi fyrstu búa landsins sem náðu meira en 6000 kg/árskú en það var afurðahæsta bú Eyjafjarðar ári ð1997, þá með 16, 9 árskýr.

Búið hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Árið 2007 var nýtt 84 bása fjós með mjaltaþjón tekið í notkun á Svertingsstöðum. Fyrsta búskaparár Hákonar og Þorbjargar var meðalnyt á búinu 6.405 kg á árskú. Í ágúst 2020 náðu kýrnar á Svertingsstöðum fyrst að rjúfa 8000 kg múrinn og í árslok það ár var búið níunda afurðahæsta bú landsins í hópi 14 búa sem voru með afurðir yfir 8000 kg/árskúkú.

Búið var árið 2021 fimmta afurðahæsta bú landsins með 61,7 árskú og 8.337 kg/árskú þar sem fituprósenta var 4,16 og próteinprósenta 3,5. Afurðaaukning frá því að Hákon og Þorbjörg tóku við búskap í ársbyrjun 2015 er því rúmlega 1900 kg/árskú.

Ræktunarstig á búinu er hátt. Nú í lok febrúar voru 63 kýr í mjólkurframleiðslu og í þeim hópi eru 14 nautsmæður. Af 42 kvígum í uppeldi eru 13 flaggaðar sem efnilegar kvígur. Meðal kynbótagildi hjarðarinnar í heild er 104,6, eða rúmlega 4 kynbótastigum yfir meðaltali.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...