Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hákon B. Harðarson á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2021 úr hendi Birgis Arasonar, formanns sambandsins.
Hákon B. Harðarson á Svertingsstöðum 2 í Eyjafjarðarsveit tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2021 úr hendi Birgis Arasonar, formanns sambandsins.
Fréttir 1. apríl 2022

Bændur á Svertingsstöðum fá nautgriparræktarverðlaun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hákon B. Harðarson og Þorbjörg H. Konráðsdóttir á Svertingsstöðum 2 í Eyja­fjarðar­sveit hlutu naut­gripa­­ræktarverðlaun Búnaðar­sambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021.
Þau tóku við búskap á Svertingsstöðum 2 árið 2015 af foreldrum Hákonar. Hann er 4. ættliður sem er með búskap á Svertingsstöðum, en Tryggvi Jónsson og Ágústína Gunnarsdóttir, langafi og -amma Hákonar, keyptu Svertingsstaði 1921.

Á Svertingsstöðum hefur alla tíð verið rekinn blandaður búskapur þótt mjólkurframleiðslan sé nú aðalbúgrein búsins og hefur mikið verið lagt upp úr góðu skýrsluhaldi og skipulögðu ræktunarstarfi í nautgriparæktinni allt frá upphafi skýrsluhalds í nautgriparækt. Nautgriparækt á Svertingsstöðum á því langa sögu.

Búið hefur verið virkt í ræktunarstarfinu með notkun sæðinga og með því að senda nautkálfa á nautastöð. Í ræktunarstarfinu hefur áherslan verið lögð á að rækta afurðasamar og endingargóðar kýr sem henta til mjólkurframleiðslu við nútímaaðstæður. Nú er í notkun reynt naut frá Svertingsstöðum, Álmur 16007, en þetta nafn bar einnig fyrsta nautið sem fór á nautastöð frá búinu 40 árum áður en það var Álmur 76003.

Aðalsmerki þess nauts var einmitt góð ending og afurðasemi. Nú eru 3 nautkálfar í uppeldi á Nautastöð Bændasamtaka Íslands frá Svertingsstöðum, en alls hafa þau Hákon og Þorbjörg sent 11 naut á nautastöðina síðan þau tóku við 2015.

Oft í hópi afurðahæstu búa landsins

Svertingsstaðir hafa síðustu ár oft verið í hópi afurðahæstu búa landsins og var í hópi fyrstu búa landsins sem náðu meira en 6000 kg/árskú en það var afurðahæsta bú Eyjafjarðar ári ð1997, þá með 16, 9 árskýr.

Búið hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Árið 2007 var nýtt 84 bása fjós með mjaltaþjón tekið í notkun á Svertingsstöðum. Fyrsta búskaparár Hákonar og Þorbjargar var meðalnyt á búinu 6.405 kg á árskú. Í ágúst 2020 náðu kýrnar á Svertingsstöðum fyrst að rjúfa 8000 kg múrinn og í árslok það ár var búið níunda afurðahæsta bú landsins í hópi 14 búa sem voru með afurðir yfir 8000 kg/árskúkú.

Búið var árið 2021 fimmta afurðahæsta bú landsins með 61,7 árskú og 8.337 kg/árskú þar sem fituprósenta var 4,16 og próteinprósenta 3,5. Afurðaaukning frá því að Hákon og Þorbjörg tóku við búskap í ársbyrjun 2015 er því rúmlega 1900 kg/árskú.

Ræktunarstig á búinu er hátt. Nú í lok febrúar voru 63 kýr í mjólkurframleiðslu og í þeim hópi eru 14 nautsmæður. Af 42 kvígum í uppeldi eru 13 flaggaðar sem efnilegar kvígur. Meðal kynbótagildi hjarðarinnar í heild er 104,6, eða rúmlega 4 kynbótastigum yfir meðaltali.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...