Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir rekur matarferðaþjónustu og fer með ferðamenn í heimsókn til bænda.
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir rekur matarferðaþjónustu og fer með ferðamenn í heimsókn til bænda.
Mynd / Crisscross
Líf&Starf 5. júní 2019

Bændaheimsóknirnar vinsælastar

Höfundur: smh
Sigríður Anna Ásgeirsdóttir stofnaði matarferðaþjónustuna Crisscross árið 2016. Þar einbeitir hún sér að því að setja saman ferðir fyrir erlent ferðafólk þar sem markmiðið er að kynna íslensk matvæli fyrir því á leiðum þeirra um landið, með til dæmis heimsóknum til bænda.
 
Hún er áður kunn af því að hafa búið til og framleitt drykkinn Íslandus, sem er blanda mysu, berjasafa og íslenskra jurta. Það vörumerki seldi hún Rjómabúinu Erpsstöðum á síðasta ári.
 
Nytjaplöntur Íslands
 
„Í júní ætla ég að bjóða upp á nýjung; auglýsa nýja gönguferð þar sem megináhersla er á að kynna villtar íslenskar nytjaplöntur. Jóhanna B. Magnúsdóttir á Dalsá í Mosfellsdal mun leiða þær göngur og fræða ferðafólkið um hvernig jurtirnar sem fólk sér á göngu sinni hafa verið nýttar. Ég sé það fyrir mér að við getum boðið upp á þessar gönguferðir alveg fram í september þar sem við erum með margar tegundir nytjaplantna sem vaxa á mismunandi tíma. Þetta geta verið hundasúrur, blóðberg, ætihvönn, túnfíflar, vallhumall, mjaðjurt, ber og fleira. Þetta eru þá bæði lækningajurtir og jurtir sem hafa verið nýttar til matar og drykkjar. Þessar stuttu gönguferðir geta verið spennandi jafnt fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. 
 
Meiningin er að það sé genginn stuttur hringur um Mosfellsdalinn sem býður upp á mikla náttúrufegurð, friðsæld og fjölbreyttan gróður, rétt utan borgarmarkanna,“ segir Sigríður.
 
„Jurtirnar eru tíndar á leiðinni og svo endar gönguferðin á Dalsá hjá Jóhönnu, en hún er sjálf með lífræna grænmetisræktun. Þar verður uppskeran úr göngunni nýtt til tegerðar og ef til vill til að búa til einfalda smárétti með. Það er gert ráð fyrir um þremur tímum í þessar gönguferðir þannig að það sé komið að Dalsá í kringum klukkan tólf á hádegi.“
 
Bændaheimsóknirnar vinsælastar
 
Að sögn Sigríðar eru bænda­heimsóknirnar, Food and farm, vinsælustu ferðirnar sem hún býður upp á. „Meðal áningarstaða í þessum ferðum hafa verið Bjarteyjarsandur í Hvalfirði, Háafell í Borgarfirði og Erpsstaðir í Dölum. Í þessum ferðum reynum við að fara um svæði sem fáir þekkja eða gefa gaum. Í þessum ferðum förum við gjarnan með matarhandverk með okkur í nesti sem við borðum á leiðinni við einhverja áhugaverða staði. Í Hvalfirði til að mynda er tilvalið að stoppa við Fossá eða í Brynjudal, en í þeim ferðum förum við einnig á Bjarteyjarsand þar sem bændurnir bjóða upp á eigin matvælaframleiðslu á eigin veitingastað. Þau hafa frá mörgu að segja um búskapinn og við sjáum að þetta gefur ferðafólki heilmikið, sem býr til dæmis í einhverjum af stórborgum Bandaríkjanna.
 
Það sem hefur verið hvað ánægjulegast að sjá í þessum ferðum er hvað ferðafólkið er almennt ánægt með matinn; hreinleikann og bragðgæðin sem íslensk matvæli búa yfir.“
 
Mataráhugafólk í meirihluta
 
Flestir viðskiptavina Crisscross hafa, að sögn Sigríðar, sérstakan áhuga á mat og matvælaframleiðslu. „Við fáum líka bændur, áhugafólk um landbúnað, náttúruunnendur og fólk sem hefur áhuga á að komast í persónuleg samskipti við Íslendinga. Hóparnir eru alltaf frekar fámennir til að hægt sé að sinna fólkinu betur. 
 
Slow Food-hugsjónin 
 
Það má segja að við störfum í anda Slow Food-hugmyndafræðinnar. Þeir bæir sem við erum í samstarfi við hafa allir tekið þátt í starfi Slow Food á Íslandi. Þetta eru smá fjölskyldubú sem leitast eftir því að nýta eigin afurðir í bland við afurðir náttúrunnar í nærumhverfinu til heimavinnslu matvæla. 
 
Við höfum einnig haft Dóru Svavarsdóttur, matreiðslumeistara og eiganda Culina, með okkur í liði en hún er stjórnarmaður í Slow Food Reykjavík. Hún hefur frætt okkar gesti um íslenskar matarhefðir og komið að matreiðslu fyrir hópana við ákveðin tilefni. 
 
Okkar ferðaþjónustu er kannski best lýst með slow travel, þar sem hugsað er um að njóta ferða­lagsins í rólegheitum – dvelja í augnablikinu,“ segir Sigríður. 
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...