Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Bændablaðið mest lesna blað landsins
Fréttir 23. janúar 2025

Bændablaðið mest lesna blað landsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændablaðið er mest lesni prent­miðill landsins, annað árið í röð, samkvæmt nýjum niðurstöðum úr Prentmiðlamælingu Gallup.

Meðallestur Bændablaðsins á landsvísu reyndist 29,9 prósent og hefur aukist milli ára. Í niðurstöðunum kemur fram að meðalfjöldi lesenda á hvert tölublað sé 70.300 sem þýðir að rúmlega tveir lesendur eru um hvert einasta eintak sem prentað er, en upplag Bændablaðsins er að jafnaði 33.000.

Í fyrsta sinn frá upphafi mælinga reyndist Bændablaðið einnig mest lesni prentmiðillinn á höfuðborgarsvæðinu. Þó litlu muni á lestri höfuðborgarbúa á Morgunblaðinu ber Bændablaðið höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla á landsbyggðinni, en 41,6 prósenta svarenda sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins sögðust lesa Bændablaðið.

Yngri lesendum fer þó sífellt fjölgandi. Mæling fyrir árið 2022 sýndi 7,5% lestur fólks á aldrinum 18–29 ára. Lesturinn hefur tvöfaldast í þessum aldursflokki því í dag mælist Bændablaðið með 14,8% lestur og er þar einnig mest lesni prentmiðill landsins. Rúmlega 12 prósent lesenda á aldrinum 18–29 ára sögðust lesa Morgunblaðið og ívið fleiri yngri lesendur sögðust lesa Viðskiptablaðið (7,1%) en Heimildina (6,7%).

Bændablaðið er langmest lesni prentmiðillinn þegar skoðað er aldursbilið 35–54 ára. Þar mælist Bændablaðið með 21,9 prósenta lestur, Morgunblaðið með 12,8 prósent, Heimildin með 10,4 prósent og Viðskiptablaðið með 6,1 prósenta lestur. Bændablaðið er frekar lesið meðal karla (32,9%) en kvenna (26,8%) og nýtur mikillar hylli í elsta aldurshópi lesenda, 60–80 ára og er þar með 51% meðallestur.

Mælingin fór fram á síðasta ársfjórðungi ársins 2024. Í Prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi, eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 18–80 ára af landinu öllu.

Skylt efni: Bændablaðið

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...