Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinn
Fréttir 29. janúar 2015

Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni með 45,32% lestur samkvæmt nýjustu lestrarkönnun Capacent Gallup. Ef höfuðborgarsvæðið er tekið með er Bændablaðið orðið þriðja mest lesna blað landsins, á eftir Fréttablaðinu og Fréttatímanum. Fleiri lesa því Bændablaðið en Morgunblaðið.

Í prentmiðlakönnun Capacent Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtaki eru Íslendingar á aldrinum 12–80 ára af landinu öllu.

Bændablaðið er ekki dag­blað fremur en Fréttatíminn, Viðskiptablaðið og DV. Bændablaðið kemur út á tveggja vikna fresti og telst því fremur vera tímarit sem hefur mun lengri líftíma en dagblöðin. Eigi að síður er það sett upp í svipuðu formi og dagblöðin. Hefur Bændablaðið nú verið með á spurningavagni Capacent Gallup um prentmiðla í þrígang og hefur niðurstaðan frá upphafi komið mörgum á óvart.

Bændablaðið öflugast á landsbyggðinni

Fram kemur í lestrarkönnuninni  að Bændablaðið er eini prentmiðillinn í könnuninni sem er að bæta við sig í lestri á meðan lestur annarra blaða fer minnkandi. Þegar lestur á landsbyggðinni er skoðaður sérstaklega kemur í ljós að Bændablaðið er þar langsterkasti prentmiðillinn með 45,32% lestur. Þar á eftir kemur Fréttablaðið með 33,86% lestur, Morgunblaðið er með 27,84% lestur, Fréttatíminn er með 19,41% lestur, DV er með 11,3% lestur og Viðskiptablaðið er með 5,72% lestur.

Í þriðja sæti yfir landið í heild

Þegar lesturinn er mældur sem meðaltal af öllu landinu og þegar búið er að taka tillit til vægis íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og hins vegar á landsbyggðinni, þá er Bændablaðið í þriðja sæti, en  niðurstaðan var svona: Fréttablaðið 53,6%, Frétta­tíminn 38,2%, Bændablaðið 30,6% Morgunblaðið 28,8%, Viðskiptablaðið 10,1% og DV 10,0%.

Fréttablaðið og Fréttatíminn skora hátt á höfuðborgarsvæðinu

Á höfuðborgarsvæðinu kemur öflug dreifing Fréttablaðsins og Fréttatímans vel í ljós þar sem blöðunum er dreift inn á hvert heimili án þess að fólk þurfi að hafa fyrir því að sækja sér eintak. Þar var niðurstaðan þessi: Fréttablaðið 63%, Fréttatíminn 48,75%, Morgunblaðið 29,35, Bændablaðið 22,35%, Viðskipta­blaðið 12,61% og DV var með 9,3% lestur.

Dreifingaraðferðir skipta miklu máli

Hafa verður í huga varðandi þessa lestrarkönnun að bæði Fréttatíminn og Fréttablaðið eru send að langmestu leyti óumbeðið inn á heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu og víðar þó sú dreifing nái ekki um allt land. Af þeim sökum mælast þau eðlilega hátt í lestri á þéttbýlustu svæðum landsins.

Bændablaðinu er einnig dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Því er þó yfirleitt ekki dreift óumbeðið inn á heimili fólks, heldur verða áhugasamir að hafa fyrir því að sækja blaðið á dreifingarstaði. Það er því meðvituð ákvörðun viðkomandi að sækja sér blaðið sem segir ansi mikið um áhugann fyrir miðlinum. Einu lesendurnir sem fá blaðið sent heim eru bændur á lögbýlum landsins og þeir sem óska eftir að fá blaðið sent í pósti, en þá gegn greiðslu sendingarkostnaðar. Þá er Bændablaðið í talsvert minna upplagi en fyrrnefnd blöð, eða í 32 þúsund eintökum.

Hlutfallslegt virði lesenda getur verið mismikið eftir eðli miðlanna

Morgunblaðið er eingöngu selt í áskrift og lausasölu eins og DV og Viðskiptablaðið og byggist lestur þeirra því alfarið á meðvitaðri ákvörðun lesenda um að kaupa, eða sækja sér eintak, líkt og varðandi Bændablaðið. Að auki verður fólk að greiða talsvert fyrir lestur þessara þriggja fjölmiðla. Hlutfallslegt verðmæti slíkra lesenda fyrir t.d. auglýsendur hlýtur því alltaf að vega hærra en þeirra sem fá blöðin sent án þess að óska sérstaklega eftir því.

Fletting er ekki sama og lestur

Umhugsunarlaus fletting á blaði segir oft ansi lítið um raunverulegan lestur á viðkomandi miðli. Þetta vægi kemur ekki alltaf fram í lestrarkönnunum sem þessum en sérfræðingar í upplýsingamiðlun reyna þó oft að meta þetta. Inn í það fléttast alls kyns speki eins og ómeðvituð inntaka upplýsinga sem tilraunir hafa m.a. verið gerðar með í kvikmyndum og sjónvarpsauglýsingum.

Mikill líftími

Líftími viðkomandi blaðs á borðum lesenda skiptir líka máli. Einnig hvort fólk opni blaðið oftar en einu sinni yfir ákveðið tímabil og hversu margir einstaklingar lesi hvert eintak. Þannig er líftími prentmiðla sem gefa út nýtt blað á hverjum degi eðlilega mjög stuttur. Líftími Bændablaðsins sem kemur á tveggja vikna fresti getur verið margfalt meiri. Þetta getur skipt miklu máli þegar meta á virkni auglýsinga.

Bændablaðið reiðir sig alfarið á auglýsingatekjur sem standa undir rekstri þess. Í því ljósi er þessi nýja könnun Capacent Gallup mjög ánægjuleg fyrir útgáfuna. Allt byggist þetta þó á endanum á velvilja og því trausti sem lesendur hafa á blaðinu. Án lesenda lifir enginn fjölmiðill.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...