Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Eftir mikla leit fundu Bessi og Borja bónda sem gat útvegað þeim fjölbreytt úrval lífrænna ávaxta.
Eftir mikla leit fundu Bessi og Borja bónda sem gat útvegað þeim fjölbreytt úrval lífrænna ávaxta.
Mynd / aðsendar
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þétt síðan það var sett á laggirnar fyrir tæpum tveimur árum.

Nú eru nokkur hundruð aðilar komnir á áskriftalista og fá kassa af ferskum ávöxtum með reglulegu millibili.

Stofnendur fyrirtækisins eru Bessi Ragúels Víðisson frá Dalvík og Borja Lagúna López frá Spáni. Þeir kynntust þegar sá síðarnefndi flutti til landsins til að spila fótbolta á Dalvík árið 2019. Bessi segir þá hafa verið þreytta á lélegum gæðum ávaxta í verslunum hér á landi og ætlað sér fyrst að flytja inn eitt bretti af ferskum ávöxtum fyrir Dalvíkinga.

„Síðan komumst við að því að það er ekki hægt að flytja inn á eigin nafni. Þú þarft kennitölu fyrirtækis og alls kyns leyfi,“ segir hann. Því var Fincafresh sett á laggirnar og hefur reksturinn undið upp á sig frá því innflutningur hófst í október 2022.

Borja Lagúna López og Bessi Ragúels Víðisson, stofnendur Fincafresh, selja fólki ávexti í áskrift sem eru fluttir til landsins beint frá Andalúsíu á Spáni.

Lítill búgarður á Andalúsíu

Þegar félagarnir voru að leita sér að birgja byrjuðu þeir á því að fara til Andalúsíu á Spáni, en þar sem Borja er spænskur vissi hann að þar væri blómleg ræktun fjölbreyttra ávaxta. Eftir mikla leit fundu þeir lítinn bónda sem var í vandaðri lífrænni ræktun og var tilbúinn til að útvega þeim varning og fá þeir núna nánast allar sínar vörur frá honum.

Engin bein aðdráttaleið er frá Andalúsíu til Íslands. Bessi og Borja komu því á fót nýrri flutningaæð þar sem vörubíll keyrir nánast viðstöðulaust frá búgarðinum í Andalúsíu til Rotterdam í Hollandi. Þaðan er ávöxtunum síðan siglt til Íslands. Innflutningurinn hleypur á þónokkrum brettum í hverjum mánuði.

Tíu daga gamalt

„Við pökkum þessu öllu sjálf á Akureyri. Við erum með færiband þar sem við förum yfir hvern einasta ávöxt í höndunum og reynum að passa að það fari ekkert ónýtt í kassann,“ segir Bessi. Þegar sendingar berast reyna félagarnir ásamt starfsfólki að pakka öllu á innan við sólarhring og eru ávextirnir að jafnaði tíu til tólf daga gamlir þegar þeir skila sér til áskrifenda. Til samanburðar bendir Bessi á að ávextir geti verið allt að tveggja mánaða gamlir í stórmörkuðum.

„Flestir af okkar áskrifendum djóka með það að við séum búnir að skemma neysluvenjur þeirra því þeir geta aldrei verslað ávexti aftur í lágvöruverðsverslun.“ Bessi segir að um leið og fólk smakkar vöruna þeirra spyrji það sjálft sig hvað það sé búið að borða undanfarin ár. „Ég held að okkar ávextir séu á pari við það og jafnvel nýrri en það sem fæst í stórverslunum á Spáni,“ segir Bessi.

Félagarnir leggja mikið upp úr því að vera alfarið með árstíðarbundna vöru. „Það þýðir það að þegar appelsínur eru ekki í árstíð þá seljum við ekki appelsínur því við fáum þær ekki. Þetta er okkar leið til að tryggja að það sem þú færð er bara glænýtt,“ segir Bessi.

Ávextir í kassa frá Fincafresh.

Tuttugu tegundir af mangó

Honum finnst skemmtilegt að geta flutt inn nýjar tegundir af ávöxtum sem Íslendingar hafi ekki kynnst. „Fólk heldur kannski að það sé ein tegund af mangó og ein tegund af appelsínu. Við erum búin að flytja inn yfir tuttugu tegundir af mangó og fimm tegundir af appelsínum, tíu tegundir af mandarínum og tíu tegundir af plómum. Við höfum komið með japanskar mandarínur sem eru grænar, blá granatepli og hvít granatepli, drekaávexti, kirimoja og kaki. Listinn er ekki tæmandi og ég gæti haldið áfram lengi.“

Skylt efni: Fincafresh

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...