Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum
Fréttir 14. febrúar 2018

Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum 2017 hefur hann aukist mikið á milli áranna 2016 og 2017. 

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári voru birtar tölur um innflutninginn eins og þær stóðu í nóvember. Samkvæmt nýjustu tölum, þar sem allt árið 2017 er komið inn, má sjá að talsverð aukning hefur verið á síðasta hluta ársins. Þá var hlutfallsaukningin á innflutningi nautakjöts í desember milli áranna 2016 og 2017 komin í 134%, en var 128% í nóvember miðað við nóvember 2016. 

Svínakjötsinnflutningurinn hefur aukist enn meira, eða um 140% og kalkúnakjötsinnflutningurinn um 198%. Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aftur á móti ekki aukist eins mikið, en samt um 116% miðað við fyrra ár. Þá hefur innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti aukist um 126% milli ára. 

Meira en tvöföldun í unnum kjötvörum

Langmest innflutningsaukningin í kjötvörunum er þó á pylsum og unnum kjötvörum. Þar hefur innflutningurinn meira en tvöfaldast og nemur aukningin 217% milli ára. 

Mjólkurvöruinnflutningur þrefaldast

Innflutningur á mjólk mjólkur- og undanrennudufti og rjóma sker sig úr í þessum tölum Hagstofunnar. Þar hefur innflutningurinn meira en þrefaldast og var aukningin  301% á milli áranna 2016 og 2017. Hefur greinilega orðið töluverð aukning á þessum vörum í desember, því að í nóvember var aukningin á milli ára „aðeins“ 279%.

Af mjólkurvörunum er síðan töluverð aukning á ostainnflutningi. Nam aukningin þar á milli ára 156%.  

Í grænmetinu er mesta aukning í tómatainnflutningi, eða um 123%, og í sveppum 122%. Innflutningur á paprikum hefur ekki aukist stórkostlega milli ára en þó um 106%. 

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...