Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum
Fréttir 14. febrúar 2018

Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum 2017 hefur hann aukist mikið á milli áranna 2016 og 2017. 

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári voru birtar tölur um innflutninginn eins og þær stóðu í nóvember. Samkvæmt nýjustu tölum, þar sem allt árið 2017 er komið inn, má sjá að talsverð aukning hefur verið á síðasta hluta ársins. Þá var hlutfallsaukningin á innflutningi nautakjöts í desember milli áranna 2016 og 2017 komin í 134%, en var 128% í nóvember miðað við nóvember 2016. 

Svínakjötsinnflutningurinn hefur aukist enn meira, eða um 140% og kalkúnakjötsinnflutningurinn um 198%. Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aftur á móti ekki aukist eins mikið, en samt um 116% miðað við fyrra ár. Þá hefur innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti aukist um 126% milli ára. 

Meira en tvöföldun í unnum kjötvörum

Langmest innflutningsaukningin í kjötvörunum er þó á pylsum og unnum kjötvörum. Þar hefur innflutningurinn meira en tvöfaldast og nemur aukningin 217% milli ára. 

Mjólkurvöruinnflutningur þrefaldast

Innflutningur á mjólk mjólkur- og undanrennudufti og rjóma sker sig úr í þessum tölum Hagstofunnar. Þar hefur innflutningurinn meira en þrefaldast og var aukningin  301% á milli áranna 2016 og 2017. Hefur greinilega orðið töluverð aukning á þessum vörum í desember, því að í nóvember var aukningin á milli ára „aðeins“ 279%.

Af mjólkurvörunum er síðan töluverð aukning á ostainnflutningi. Nam aukningin þar á milli ára 156%.  

Í grænmetinu er mesta aukning í tómatainnflutningi, eða um 123%, og í sveppum 122%. Innflutningur á paprikum hefur ekki aukist stórkostlega milli ára en þó um 106%. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...