Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Fréttir 5. desember 2017

Aukning við úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegsráðuneyti hefur úthlutað 14.261 þorskígildis­tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta. Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 eykst um tæp 42% en sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar um 12%.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.

Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 nemur alls 7.926 tonnum, sem eru 6.226 þorskígildistonn. Byggðakvótinn eykst um 1.828 þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, sem er aukning uppá tæplega 42%.

Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélags og í þeim fengu 46 byggðarlög úthlutun.

Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá 3 byggðarlög þá úthlutun.

Skylt efni: Kvóti | veiðar | byggðakvóti

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...