Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Fréttir 5. desember 2017

Aukning við úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegsráðuneyti hefur úthlutað 14.261 þorskígildis­tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta. Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 eykst um tæp 42% en sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar um 12%.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.

Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 nemur alls 7.926 tonnum, sem eru 6.226 þorskígildistonn. Byggðakvótinn eykst um 1.828 þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, sem er aukning uppá tæplega 42%.

Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélags og í þeim fengu 46 byggðarlög úthlutun.

Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá 3 byggðarlög þá úthlutun.

Skylt efni: Kvóti | veiðar | byggðakvóti

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...