Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aukinn stuðningur vegna nýtingar ræktunarlands
Á faglegum nótum 10. nóvember 2016

Aukinn stuðningur vegna nýtingar ræktunarlands

Höfundur: Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML
Á sama tíma og stuðningur til landbúnaðar hefur farið lækkandi hefur stuðningur til jarðræktar aukist. Þó svo að umfang hans sé enn tiltölulega lítið í heildarstuðningnum þá virðist stuðningur til landbúnaðar vera að þróast í þessa átt.
 
Til dæmis var 8 milljónum varið til kornræktar samkvæmt búnaðarlagasamningi árið 2000 og hámarksframlag á bú var 30 þúsund en samkvæmt nýgerðum rammasamningi verður stuðningur til jarðræktar á næsta ári 369 milljónir og rennur stuðningurinn til bænda sem eru með korn-, gras- eða grænfóðurrækt, eða með útiræktað grænmeti. Á síðustu árum hefur stuðningur til jarðræktar því margfaldast og reglurnar víkkast út.
 
 
Almennt þekkja bændur vel núverandi stuðningsfyrirkomulag jarðræktarstyrkja enda er það síðan árið 2008 sem framlagið einskorðaðist ekki eingöngu til kornræktar heldur komu þá einnig  framlög til gras- og grænfóðurræktar úr mjólkur- og sauðfjársamningi og bættust við stuðning til kornræktar úr búnaðarlagasamningi. Meðal annars vegna þessara jarðræktarstyrkja hafa bændur á undanförnum árum uppfært eða fengið teiknað nýtt túnkort, þar sem það er ein forsenda fyrir styrkveitingu að hafa tiltekna ræktun kortlagða. 
 
Með nýjum rammasamningi landbúnaðarins er komin ný tegund af styrkjum, eða svokallaðar landgreiðslur, og strax á næsta ári á að verja 247 milljónum til þeirra og árið 2020 nemur upphæðin 342 milljónum. Þessari upphæð skal varið út á ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. 
 
Þó svo að ekki sé búið að gefa út reglugerð varðandi fyrirkomulag og afgreiðslu þessa stuðnings er ljóst að bændur verða að hafa hnitsett túnkort og skráningar á ræktun og uppskeru þurfa að rata inn í jarðræktarskýrsluhaldsforritið, Jörð.is.
 
Ljóst er að nokkuð vantar enn upp á að bændur eigi viðurkennt túnkort og færi upplýsingar um ræktun og uppskeru í Jörð.is. Það er því mikilvægt að bændur kynni sér málið og verði með allt sitt á hreinu strax á næsta ári.
 
Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins mun þjónusta bændur í þessu sem öðru og meðal annars er ráðgert að halda námskeið í Jörð.is í vetur.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...