Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Fréttir 27. september 2017

Aukin framlög til hafrannsókna í fjármálafrumvarpinu 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nái fjárlög 2018 fram að ganga munu framlög til eflingar hafrannsókna  aukast talsvert á næsta fjárhaldsári. Áætluð heildarútgjöld til sjávarútvegsins eru 6.634 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu og aukast um 327,4 milljónir frá fyrra ári, eða um 5,2.

Hvað sjávarútveginn varðar munar mest um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Enn fremur er 11  milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 milljónir króna vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara