Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Mynd / VH
Fréttir 27. september 2017

Aukin framlög til hafrannsókna í fjármálafrumvarpinu 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nái fjárlög 2018 fram að ganga munu framlög til eflingar hafrannsókna  aukast talsvert á næsta fjárhaldsári. Áætluð heildarútgjöld til sjávarútvegsins eru 6.634 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu og aukast um 327,4 milljónir frá fyrra ári, eða um 5,2.

Hvað sjávarútveginn varðar munar mest um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknastofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum. Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðningar þriggja sérfræðinga sem styðja munu verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er 55 m.kr. forgangsraðað til Hafrannsóknastofnunar. Með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir til næstu ára.

Enn fremur er 11  milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til þess að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs, eins og fyrirheit voru gefin um við gerð kjarasamninga sjómanna.

Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimild málefnasviðsins hækki um 20 milljónir króna vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni.

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.