Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Fréttir 12. júlí 2018

Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen

Höfundur: Vilmundur Hansen

Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.

Kent Nnadozie, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture, heimsótti fyrir skömmu aðalskrifstofu NordGen í Alnarp í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen.

Í heimsókninni sagði Nnadozie meðal annars að alþjóðleg samvinna væri grundvöllur þess að hægt yrði að varðveita erfðaefni nytjaplantna til framtíðar og heimsóknin væri liður í því að auka samvinnu NordGen og Sameinuðu þjóðanna á því sviði.

144 lönd eru aðili að The International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture og eiga samtökin fulltrúa í stjórn frægeymslunnar á Svalbarða.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...