Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Fréttir 12. júlí 2018

Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen

Höfundur: Vilmundur Hansen

Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.

Kent Nnadozie, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture, heimsótti fyrir skömmu aðalskrifstofu NordGen í Alnarp í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen.

Í heimsókninni sagði Nnadozie meðal annars að alþjóðleg samvinna væri grundvöllur þess að hægt yrði að varðveita erfðaefni nytjaplantna til framtíðar og heimsóknin væri liður í því að auka samvinnu NordGen og Sameinuðu þjóðanna á því sviði.

144 lönd eru aðili að The International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture og eiga samtökin fulltrúa í stjórn frægeymslunnar á Svalbarða.

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...