Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Fréttir 12. júlí 2018

Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen

Höfundur: Vilmundur Hansen

Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.

Kent Nnadozie, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og formaður International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture, heimsótti fyrir skömmu aðalskrifstofu NordGen í Alnarp í Svíþjóð. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen.

Í heimsókninni sagði Nnadozie meðal annars að alþjóðleg samvinna væri grundvöllur þess að hægt yrði að varðveita erfðaefni nytjaplantna til framtíðar og heimsóknin væri liður í því að auka samvinnu NordGen og Sameinuðu þjóðanna á því sviði.

144 lönd eru aðili að The International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture og eiga samtökin fulltrúa í stjórn frægeymslunnar á Svalbarða.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...