Auka við atvinnuhúsnæði
Mynd / Dalabyggð
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Í tilkynningu frá Dalabyggð kemur fram að um sé að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið sé að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og muni stofnunin leggja til allt að 150 milljónir króna í verkefnið.

Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er, leggja til teikningar að umræddu atvinnuhúsnæði og leggja til gatnagerð og lagnir að lóð í skiptum fyrir eignarhlut í verkefninu. Grunnur að verkefninu er sú vinna sem þegar hefur átt sér stað í Dalabyggð, varðandi áform um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis sem grundvölluð hefur verið á þeim styrk sem fékkst úr C1 sjóði byggðaáætlunar á árinu 2023. Dalabyggð hefur verið þátttakandi í Brothættum byggðum með verkefnið DalaAuði frá árinu 2022. Áætlað er að því verkefni ljúki í árslok 2025.

Forsvarsmenn Byggðastofnunar segja að víða um land sé mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði en framboð takmarkað, hvort sem er til eigu eða leigu. Sé tilraunaverkefnið liður í því að skapa svæðinu aukin atvinnutækifæri og efla þannig lífsgæði allra íbúa.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...