Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auka skal þátttöku kvenna í félagsstörfum landbúnaðarins
Fréttir 31. janúar 2017

Auka skal þátttöku kvenna í félagsstörfum landbúnaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ár eru 180 ár frá því að fyrstu samtök bænda á Íslandi voru stofnuð. Að því tilefni hefur verið sett á laggirnar nefnd sem ætlað er að útfæra verkefni til að auka þátttöku kvenna í félagsstörfum landbúnaðarins.

Búnaðarsamband Suðuramtsins var stofnað árið 1837 og taldi búnaðarfélag Íslands upphaf sitt til þess árs. Bændasamtök Íslands urðu til við samruna Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 en rætur þess ná 180 ár aftur í tímann.

Verkefni til að auka þátttöku kvenna

Í tilefni af afmælinu lagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, til fyrir skömmu að skipuð verði þriggja manna nefnd sem falið verði að útfæra verkefni um aukna þátttöku kvenna í félagsstörfum landbúnaðarins. Hann lagði jafnframt til að nefndina skipi, auk hans, Katrín María Andrésdóttir, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda og Guðrún Tryggvadóttir bóndi, Svartárkoti. Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.

Eitt til fjögur kýrverð

Stofnendur Búnaðarsambands Suðuramtsins voru ellefu embættismenn og þar á meðal voru stiftamtmaður, biskup, háyfirdómari og landlæknir. Stofnfundur sambandsins var 28. janúar 1837. Á fundinum var ákveðið að árgjaldið væri einn til fjórir ríkisdalir og greiddu menn tíu ríkisdali gátu þeir orðið ævifélagar. Stofnárið var kýrverð í Suðuramtinu 25 ríkisdalir og 19 skildingar en árgjald Bændasamtaka Íslands í dag er 42 þúsund krónur.

Í árslok 1837 voru félagar í Búnaðarsambandi Suðuramtsins 105 en í dag, 180 árum síðar, teljast félagar í Bændasamtökum Íslands um 6.000.

Bændasamtökin eru málsvari bænda

Hlutverk Bændasamtaka Íslands er að vera málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði.

Höfuðstöðvar samtakanna eru í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík en samtökin eru með starfsstöð á Akureyri, auk þess sem nokkrir starfsmenn hafa aðsetur annars staðar. Samtökin eiga og reka Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem rekur 13 starfsstöðvar víðs vegar um land.
Auk þess gefa Bændasamtökin út Bændablaðið og eiga Hótel Sögu. Skrifstofur þeirra eru á þriðju hæð hótelsins.

 

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...