Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 2. apríl 2019

Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn blása til sóknar gegn matarsóun og biðla til almennings um að senda hugmyndir að íslenskum hráefnum sem eru vannýtt í matargerð. Þetta er ný nálgun á kynningarherferðinni þjóðlegir réttir á okkar veg sem við efndum til í fyrra.

Nemendur við Hótel og matvælaskólann útfæra hugmyndirnar þannig að úr verður óviðjafnanlegt hnossgæti. Í hádeginu 9. apríl í Mathöll Granda fær almenningur að smakka og velja bestu útfærsluna að þeirra mati. Í kjölfarið verður netkosning á vefsíðu Matarauðs Íslands þar sem uppskriftir, aðferðir og myndir af útfærslu nemanna verða birtar.

Þetta er sameiginleg vegferð okkar allra til að efla þekkingu og notkun á vannýttum hráefnum sem oft eru ódýr, auka fjölbreytileika í matargerð, efla ímynd matarmenningar og síðast en ekki síst vinna gegn matarsóun.

Ef skapast eftirspurn eftir vannýttu hráefni gefst tækifæri fyrir frumframleiðendur að bjóða upp á slíkt t.d.  í gegnum REKO-söluhringi á facebook. Að sama skapi geta hugmyndirnar og útfærsla orðið matarfrumkvöðlum að innblæstri til vöruþróunar.

Skelltu inn hugmynd að vannýttu hráefni í matargerð á www.mataraudur.is -Hver veit hvernig eða hvar þín hugmynd endar. Sumar hugmyndirnar í fyrra hafa ratað í tímarit, í fjölmiðla og í þýska matreiðslubók!

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...