Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?
Mynd / Matarauður Íslands
Fréttir 2. apríl 2019

Áttu hugmynd fyrir sókn gegn matarsóun?

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn blása til sóknar gegn matarsóun og biðla til almennings um að senda hugmyndir að íslenskum hráefnum sem eru vannýtt í matargerð. Þetta er ný nálgun á kynningarherferðinni þjóðlegir réttir á okkar veg sem við efndum til í fyrra.

Nemendur við Hótel og matvælaskólann útfæra hugmyndirnar þannig að úr verður óviðjafnanlegt hnossgæti. Í hádeginu 9. apríl í Mathöll Granda fær almenningur að smakka og velja bestu útfærsluna að þeirra mati. Í kjölfarið verður netkosning á vefsíðu Matarauðs Íslands þar sem uppskriftir, aðferðir og myndir af útfærslu nemanna verða birtar.

Þetta er sameiginleg vegferð okkar allra til að efla þekkingu og notkun á vannýttum hráefnum sem oft eru ódýr, auka fjölbreytileika í matargerð, efla ímynd matarmenningar og síðast en ekki síst vinna gegn matarsóun.

Ef skapast eftirspurn eftir vannýttu hráefni gefst tækifæri fyrir frumframleiðendur að bjóða upp á slíkt t.d.  í gegnum REKO-söluhringi á facebook. Að sama skapi geta hugmyndirnar og útfærsla orðið matarfrumkvöðlum að innblæstri til vöruþróunar.

Skelltu inn hugmynd að vannýttu hráefni í matargerð á www.mataraudur.is -Hver veit hvernig eða hvar þín hugmynd endar. Sumar hugmyndirnar í fyrra hafa ratað í tímarit, í fjölmiðla og í þýska matreiðslubók!

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f