Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson.
Fréttir 23. desember 2019

Átján áttir í Norðurfirði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkrar skemmdir urðu í Árneshreppi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Klæðning losnaði af vélageymslu gamla prestssetursins í Árnesi og hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði fór illa og liggur undir skemmdum.

Valgeir Benediktsson í Árnesi í Trékyllisvík segir að talsvert hafi gengið á í Árneshreppi í veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. „Rafmagnið fór strax um kvöldið og komst ekki á fyrr en tveimur dögum seinna. Svo urðu talsverða skemmdir á útihúsum og skáli Ferðafélagsins í Norðurfirði fór illa.“

Valgeir Benediktsson. Mynd / VH

Laus klæðing og þakplötur

„Satt best að segja var veðrið mjög slæmt hér. Klæðningin og nokkrar þakplötur losnuðu á vélageymslu prestssetursins og það fóru nokkrir plastgluggar norðanmegin í fjárhúsinu hjá okkur en þar sem það er ekkert fé í húsunum var engum skepnum hætta búin.“

 

Þegar Valgeir er spurður hvort það sé rétt að margar rúður í Finnbogastaðaskóla hafi brotnað í veðrinu svarar hann að það sé rétt að margar rúður í skólanum séu brotnar en að það stafi ekki af veðrinu. „Skólinn var glerjaður í sumar og rúðurnar hafa verið að brotna smám saman vegna einhvers galla í framleiðslunni og þær voru meira að segja farnar að brotna áður en skólinn var glerjaður.“

Hús Ferðafélagsins skemmdist illa

Valgeir segir að Norðurfjörður geti verið veðravíti þegar svona gengur. „Stundum er sagt að það geti verið átján áttir í Norðurfirði í vondum veðrum og aldrei að vita úr hvaða átt næsta hviða kemur. Hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði skemmdist illa í veðrinu. Bíslag sem var búið við húsið fékk á sig slæma hviðu og þakið á því með sperrum og öllu saman fauk út í veður og vind og þannig opið inn í húsið. Auk þess sem eitthvað er farið af járnplötum af þaki gamla hússins og húsið í stórhættu.

Ekki eru nema ellefu manns sem hafa vetursetu í Árneshreppi og búa þar allt árið. Að sögn Valgeirs eru flestir bæir og hús þar sem búið er allt árið með vararafstöð og því ekki hundrað í hættunni þótt rafmagnið fari.

Gámur sem þjónaði sem snyrtiaðstaða fyrir ferðaþjónustuna í Finnbogastaðaskóla færðist til um nokkra metra í veðrinu. Mynd / VB.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...