Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 14. janúar 2019

Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa gert samning um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja.

Í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að samræmd jarðfræðikort í nákvæmum mælikvarða, kortlagning jarðminja og skráning þeirra er mikilvæg forsenda vandaðrar áætlanagerðar og ákvarðanatöku í umhverfis-, náttúruverndar- og skipulagsmálum um land allt.

Mikil vöntun hefur verið á jarðfræðikortum í stórum mælikvarða af Íslandi og kveður samningurinn á um útgáfu jarðfræðikorta a.m.k. þriggja landsvæða í mælikvarðanum 1:100.000 á samningstímanum. Þá náist áfangar í kortlagningu a.m.k. tveggja svæða til viðbótar auk þess sem mótuð verði framtíðarstefna um kortlagningu landsins alls.

Náttúrufræðistofnun hefur hafið skráningu á jarðminjum í þar til gerðan gagnagrunn. Fyrir liggur hjá stofnuninni að halda þeirri skráningu áfram þannig að nýta megi hann til að meta verndargildi jarðminjanna á faglegum forsendum. Gerir samningurinn ráð fyrir skráningu 250-300 jarðminja á samningstímanum.

Jarðfræðikortin og upplýsingar um jarðminjar, sem verða til vegna samningsins, verða gjaldfrjáls á rafrænu formi og þannig aðgengileg öllum en gert er ráð fyrir að pappírsútgáfa verði aðgengileg gegn gjaldi.

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...