Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 14. janúar 2019

Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa gert samning um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja.

Í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að samræmd jarðfræðikort í nákvæmum mælikvarða, kortlagning jarðminja og skráning þeirra er mikilvæg forsenda vandaðrar áætlanagerðar og ákvarðanatöku í umhverfis-, náttúruverndar- og skipulagsmálum um land allt.

Mikil vöntun hefur verið á jarðfræðikortum í stórum mælikvarða af Íslandi og kveður samningurinn á um útgáfu jarðfræðikorta a.m.k. þriggja landsvæða í mælikvarðanum 1:100.000 á samningstímanum. Þá náist áfangar í kortlagningu a.m.k. tveggja svæða til viðbótar auk þess sem mótuð verði framtíðarstefna um kortlagningu landsins alls.

Náttúrufræðistofnun hefur hafið skráningu á jarðminjum í þar til gerðan gagnagrunn. Fyrir liggur hjá stofnuninni að halda þeirri skráningu áfram þannig að nýta megi hann til að meta verndargildi jarðminjanna á faglegum forsendum. Gerir samningurinn ráð fyrir skráningu 250-300 jarðminja á samningstímanum.

Jarðfræðikortin og upplýsingar um jarðminjar, sem verða til vegna samningsins, verða gjaldfrjáls á rafrænu formi og þannig aðgengileg öllum en gert er ráð fyrir að pappírsútgáfa verði aðgengileg gegn gjaldi.

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...