Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Fréttir 8. október 2015

Átak gegn dritbruna á gangþófum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í starfsskýrslu Matvælastofnunar fyrir árið 2014 segir í kaflanum um Heilbrigði og velferð dýra að eftirlitsdýralæknar í sláturhúsum hafi undanfarin ár skráð dritbruna í kjúklingum.

Dritbruni getur myndast á gangþófum kjúklinga ef undirburður í eldishúsum er of rakur. Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar eru ekki til samanburðarhæf gögn úr eftirliti í sláturhúsum um tíðni vandamála sem eru þekkt í kjúklingaeldi en á grunni nýrrar reglugerðar verður eftirlitskerfi með dritbruna sett upp.
Í skýrslunni segir að slæmur dritbruni hafi fundist í nokkrum kjúklingahópum árið 2014 og fór Matvælastofnun fram á úrbætur í viðkomandi eldishúsum.

Samnorrænn staðall

Mat á dritbruna hér er staðlað og það sama og notað er á Norðurlöndunum. Um er að ræða sjónmat sem tekur mið af litaspjaldi með myndum af misalvarlegum dritbruna. Matið er í stigum 0 til 200, fari stigin yfir 40 fá búin áminningu en séu þau komin yfir 80 er Matvælastofnun heimilt að fækka fuglum í viðkomandi eldishúsi. Síðan er hægt að vinna sér inn aukningu aftur náist góður árangur með fækkun tilfella.

Alþjóðlegt vandamál

Jón Magnús Jónsson alifuglabóndi, eigandi Ísfugls og varaformaður Félags kjúklingabænda, segir að dritbruni á gangþófum alifugla sé alþjóðlegt vandamál og ekki séríslenskt fyrirbæri. „Við höfum séð aukningu tilfella undanfarin ár en staðið ráðþrota gagnvart vandanum.

Danir tóku dritbrunann hjá sér föstum tökum fyrir nokkrum árum og hafa komist upp á lag með að halda honum niðri. Fyrir tveimur árum fékk Ísfugl til sín danskan ráðunaut á þessu sviði sem veitti ráð og strax var farið í að taka á vandanum. Okkar bændur voru einnig sérstaklega uppfræddir um eðli og rót vandans og með hvaða hætti má forðast hann.

Hjá Ísfugli tókum við hreinlega upp danska módelið og var loftræsting, upphitun og ýmislegt annað lagfært að tilmælum sérfræðingsins enda engin önnur ráð að fá.“

Markmiðið að útrýma dritbruna

Reynslan af danska módelinu er góð hjá Ísfugli og þar hefur tekist að ná verulega góðum árangri í að fækka tilfellum af dritbruna. Markmiðið er að útrýma dritbruna alveg.
Aðspurður hvort önnur alifuglafyrirtæki hefðu farið í svipaðar aðgerðir sagðist Jón Magnús telja að svo væri en vísaði að öðru leyti á fyrirtækin sjálf til að veita upplýsingar um það og hver árangurinn hjá þeim væri.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...