Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Fréttir 8. október 2015

Átak gegn dritbruna á gangþófum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í starfsskýrslu Matvælastofnunar fyrir árið 2014 segir í kaflanum um Heilbrigði og velferð dýra að eftirlitsdýralæknar í sláturhúsum hafi undanfarin ár skráð dritbruna í kjúklingum.

Dritbruni getur myndast á gangþófum kjúklinga ef undirburður í eldishúsum er of rakur. Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar eru ekki til samanburðarhæf gögn úr eftirliti í sláturhúsum um tíðni vandamála sem eru þekkt í kjúklingaeldi en á grunni nýrrar reglugerðar verður eftirlitskerfi með dritbruna sett upp.
Í skýrslunni segir að slæmur dritbruni hafi fundist í nokkrum kjúklingahópum árið 2014 og fór Matvælastofnun fram á úrbætur í viðkomandi eldishúsum.

Samnorrænn staðall

Mat á dritbruna hér er staðlað og það sama og notað er á Norðurlöndunum. Um er að ræða sjónmat sem tekur mið af litaspjaldi með myndum af misalvarlegum dritbruna. Matið er í stigum 0 til 200, fari stigin yfir 40 fá búin áminningu en séu þau komin yfir 80 er Matvælastofnun heimilt að fækka fuglum í viðkomandi eldishúsi. Síðan er hægt að vinna sér inn aukningu aftur náist góður árangur með fækkun tilfella.

Alþjóðlegt vandamál

Jón Magnús Jónsson alifuglabóndi, eigandi Ísfugls og varaformaður Félags kjúklingabænda, segir að dritbruni á gangþófum alifugla sé alþjóðlegt vandamál og ekki séríslenskt fyrirbæri. „Við höfum séð aukningu tilfella undanfarin ár en staðið ráðþrota gagnvart vandanum.

Danir tóku dritbrunann hjá sér föstum tökum fyrir nokkrum árum og hafa komist upp á lag með að halda honum niðri. Fyrir tveimur árum fékk Ísfugl til sín danskan ráðunaut á þessu sviði sem veitti ráð og strax var farið í að taka á vandanum. Okkar bændur voru einnig sérstaklega uppfræddir um eðli og rót vandans og með hvaða hætti má forðast hann.

Hjá Ísfugli tókum við hreinlega upp danska módelið og var loftræsting, upphitun og ýmislegt annað lagfært að tilmælum sérfræðingsins enda engin önnur ráð að fá.“

Markmiðið að útrýma dritbruna

Reynslan af danska módelinu er góð hjá Ísfugli og þar hefur tekist að ná verulega góðum árangri í að fækka tilfellum af dritbruna. Markmiðið er að útrýma dritbruna alveg.
Aðspurður hvort önnur alifuglafyrirtæki hefðu farið í svipaðar aðgerðir sagðist Jón Magnús telja að svo væri en vísaði að öðru leyti á fyrirtækin sjálf til að veita upplýsingar um það og hver árangurinn hjá þeim væri.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...