Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum
Íslands fyrir landnýtingu.
Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum Íslands fyrir landnýtingu.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 31. ágúst 2023

Ástand lands slæmt ofan 180 metra hæðar á annesjum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Leggja ber meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu.

Nýverið birtist íslensk vísinda- grein sem setur fram líkan til að skýra hvaða þættir varpa best ljósi á núverandi ástand íslenskra vistkerfa og sem endurspeglar þanþol kerfanna gagnvart nýtingu og náttúrulegum áföllum í gegnum aldirnar.

Niðurstöður hennar benda til að leggja beri meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu. Votlendisvistkerfin hafa almennt meira þanþol gagnvart nýtingu og áföllum og því eru votlend landsvæði almennt í betra ástandi.

Mismikið þanþol

Í umfjöllun um greinina á vef Landgræðslunnar segir að vistkerfi á landi hafi haft mismunandi mikið þanþol gagnvart land- nýtingu, áföllum vegna eldgosa og kuldatímabili, sem leiði til mismunandi ástands þess í dag. Í greininni hafi verið notuð nýstárleg aðferð sem byggist á að í slembiúrtaki hafi 500 reitir verið lagðir út í landfræðilegum gagnagrunni, hver 250 ha að stærð.

Vistfræðilegt ástand hvers reits var metið út frá stöðumati GróLindar og kannað hvort samband væri milli ástandsins og útbreiðslu votlendis, hæðar yfir sjávarmáli, halla, tilvistar urðarskriða, nánd við eldvirk svæði og landfræðilega legu (þ.e. hvort reiturinn væri á Suður- og Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum eða annesjum norðanlands).

Almennt slæmt ástand ofan 180 m hæðar annesja

Breyturnar reyndust allar hafa marktæk áhrif á núverandi ástand landsins en áhrifin eru mismikil og breytileg eftir landsvæðum. Í ljós kom að hæð yfir sjávarmáli og útbreiðsla votlendis eru mikilvægustu breyturnar.

Niðurstöðurnar sýna að ástand lands er almennt slæmt (GróLind, einkunn 3 eða lægri) ofan 180 m hæðar á annesjum en samsvarandi hæð er nokkru ofar inn til landsins á öðrum svæðum.

Greinin birtist í vísindatímaritinu PLOS ONE og nefnist „A framework model for current land condition in Iceland“ og eru höfundar hennar Ólafur Arnalds, Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Þórsson og Sigmundur Helgi Brink.

Skylt efni: vistkerfi

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll