Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum
Íslands fyrir landnýtingu.
Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum Íslands fyrir landnýtingu.
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 31. ágúst 2023

Ástand lands slæmt ofan 180 metra hæðar á annesjum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Leggja ber meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu.

Nýverið birtist íslensk vísinda- grein sem setur fram líkan til að skýra hvaða þættir varpa best ljósi á núverandi ástand íslenskra vistkerfa og sem endurspeglar þanþol kerfanna gagnvart nýtingu og náttúrulegum áföllum í gegnum aldirnar.

Niðurstöður hennar benda til að leggja beri meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu. Votlendisvistkerfin hafa almennt meira þanþol gagnvart nýtingu og áföllum og því eru votlend landsvæði almennt í betra ástandi.

Mismikið þanþol

Í umfjöllun um greinina á vef Landgræðslunnar segir að vistkerfi á landi hafi haft mismunandi mikið þanþol gagnvart land- nýtingu, áföllum vegna eldgosa og kuldatímabili, sem leiði til mismunandi ástands þess í dag. Í greininni hafi verið notuð nýstárleg aðferð sem byggist á að í slembiúrtaki hafi 500 reitir verið lagðir út í landfræðilegum gagnagrunni, hver 250 ha að stærð.

Vistfræðilegt ástand hvers reits var metið út frá stöðumati GróLindar og kannað hvort samband væri milli ástandsins og útbreiðslu votlendis, hæðar yfir sjávarmáli, halla, tilvistar urðarskriða, nánd við eldvirk svæði og landfræðilega legu (þ.e. hvort reiturinn væri á Suður- og Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum eða annesjum norðanlands).

Almennt slæmt ástand ofan 180 m hæðar annesja

Breyturnar reyndust allar hafa marktæk áhrif á núverandi ástand landsins en áhrifin eru mismikil og breytileg eftir landsvæðum. Í ljós kom að hæð yfir sjávarmáli og útbreiðsla votlendis eru mikilvægustu breyturnar.

Niðurstöðurnar sýna að ástand lands er almennt slæmt (GróLind, einkunn 3 eða lægri) ofan 180 m hæðar á annesjum en samsvarandi hæð er nokkru ofar inn til landsins á öðrum svæðum.

Greinin birtist í vísindatímaritinu PLOS ONE og nefnist „A framework model for current land condition in Iceland“ og eru höfundar hennar Ólafur Arnalds, Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Þórsson og Sigmundur Helgi Brink.

Skylt efni: vistkerfi

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...