Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Asparskógur á Suðurlandi er fyrsta skráða verkefni Kolefnisbrúarinnar.
Asparskógur á Suðurlandi er fyrsta skráða verkefni Kolefnisbrúarinnar.
Fréttir 14. desember 2022

Asparskógur á Suðurlandi fyrsta skráða verkefnið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Loftslagsverkefnið Kolefnisbrúin er í eigu Bændasamtaka Íslands og skógarbænda.

Meginmarkmið þess er að koma á fót viðskiptasamböndum á milli bænda og þeirra aðila sem vilja minnka kolefnislosun sína, þar sem átt er í viðskiptum með svokallaðar kolefniseiningar. Nú er unnið að því að skrá fyrsta verkefnið inn í Kolefnisbrúna.

Kolefniseiningarnar verða til á landi bænda og annarra landeigenda – og geta gengið kaupum og sölum. Um vottaðar einingar verður að ræða, samkvæmt viðurkenndu ferli Skógræktarinnar.

Valur Klemensson, sérfræðingur BÍ í umhverfismálum.
Alþjóðlegur skráningargrunnur

Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Bænda­ samtökum Íslands, segir að verkefni Kolefnisbrúarinnar til framtíðar verði að fjölga verkefnum í kolefnisbindingu hjá landeigendum. Ýmis verkefni komi þar til greina; nýskógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis. Öll verkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar verði skráð í Loftslagsskrá (International Carbon Registry), sem sé rafrænn alþjóðlegur skráningargrunnur fyrir loftslagsverkefni.

„Þeir sem vilja skrá loftslags­verkefni í Loftslagsskrá og gefa út kolefniseiningar þurfa að uppfylla ítarlegar kröfur í samræmi við alþjóðlegar meginreglur til loftslagsverkefna,“ segir Valur.

Tuttugu hektara svæði

Að sögn Vals er nú unnið að skráningu fyrsta verkefnis á vegum Kolefnisbrúarinnar í Loftslagsskrá en þar er um að ræða asparrækt á 20 hekturum á Suðurlandi.

„Verkefnið verður unnið samkvæmt stöðlum Skógarkolefnis, til að koma á fót viðurkenndu ferli við bindingu kolefnis með nýskógrækt.

Skógarkolefni skapar viðmið fyrir kolefnisbindingu með nýskógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína. Loftslagsskrá er í samstarfi við Skógræktina og eru skógarkolefniseiningar skráðar í Loftslagsskrá.“

Kolefnisbrúin sér um skráningu

Valur segir að fyrirkomulagið sé þannig að landeigandi leggi til land, safni asparstiklingum og sinni vinnu við plöntun, auk viðhalds á girðingum og sjálfum skógunum.

„Kolefnisbrúin sér um skráningu í Loftslagsskrá og þá vinnu sem skráningu fylgir, svo sem ræktaráætlun og samningagerð. Úttektir og vottun verkefna greiðist af einingum sem verða til við verkefni og sér landeigandi um að ráðstafa einingum til að standa straum af þeim kostnaði.

Hann segir að Kolefnisbrúin muni síðan setja upp kerfi til að bjóða upp kolefniseiningar, en þær séu eingöngu hugsaðar fyrir innanlandsmarkað og ekki færanlegar á milli landa.

Skylt efni: Kolefnisbrú

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.

Lækka gjöld fyrir sorphirðu
Fréttir 10. júní 2024

Lækka gjöld fyrir sorphirðu

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að lækka sorphirðugjöld.

Uppbygging á Hauganesi
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrir...

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára að...

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda
Fréttir 7. júní 2024

Hálfur milljarður til nautgripa- og sauðfjárbænda

Matvælaráðuneytið hefur birt niðurstöður um úthlutanir vegna fjárfestingastuðnin...