Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 22. nóvember 2019

Áskorun að skýrsla um örslátrunarverkefni Matís verði birt

Höfundur: smh
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður úr svokölluðu örslátrunarverkefni Matís verði gefnar út. Í verkefninu var grundvöllur tillagna Matís fyrir heimaslátrun kannaður á bænum  Birkihlíð í Skagafirði í nóvember á síðasta ári.
 
Í bréfi Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu kemur enn fremur fram áskorun um breytingar á lögum þar sem leyfisveitingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar. 
 
Niðurstöður ekki verið birtar
 
 „Haustið 2018 fór Matís af stað með verkefni undir forystu Sveins Margeirssonar, þar sem grundvöllur örsláturhúss var kannaður í formi heimaslátrunar. Tekin voru sýni í ferlinu og úr afurðunum og vinnsluferlið allt kannað og metið. Vitað er að niðurstöður liggja fyrir, en hafa ekki verið birtar,“ segir í bréfi félagsins.
 
Leyfisveitingar rýmkaðar
 
„Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu skorar á landbúnaðarráðuneytið, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands og Matís ohf. að beita sér fyrir því að niðurstöður úr verkefninu um örsláturhús sem Matís fór af stað með haustið 2018 verði kynntar. Jafnframt að möguleikar á örsláturhúsi eða leyfisveitingum fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar, þó þannig að ávallt sé gætt að heilnæmi og öryggi matvælanna. Hvetur stjórn félagsins til þess að öllum ráðum verði beitt í þessu máli og þurfi lagabreytingar til, verði unnið að gerð þeirra,“ segir í áskorun félagsins. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...