Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 22. nóvember 2019

Áskorun að skýrsla um örslátrunarverkefni Matís verði birt

Höfundur: smh
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður úr svokölluðu örslátrunarverkefni Matís verði gefnar út. Í verkefninu var grundvöllur tillagna Matís fyrir heimaslátrun kannaður á bænum  Birkihlíð í Skagafirði í nóvember á síðasta ári.
 
Í bréfi Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu kemur enn fremur fram áskorun um breytingar á lögum þar sem leyfisveitingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar. 
 
Niðurstöður ekki verið birtar
 
 „Haustið 2018 fór Matís af stað með verkefni undir forystu Sveins Margeirssonar, þar sem grundvöllur örsláturhúss var kannaður í formi heimaslátrunar. Tekin voru sýni í ferlinu og úr afurðunum og vinnsluferlið allt kannað og metið. Vitað er að niðurstöður liggja fyrir, en hafa ekki verið birtar,“ segir í bréfi félagsins.
 
Leyfisveitingar rýmkaðar
 
„Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu skorar á landbúnaðarráðuneytið, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands og Matís ohf. að beita sér fyrir því að niðurstöður úr verkefninu um örsláturhús sem Matís fór af stað með haustið 2018 verði kynntar. Jafnframt að möguleikar á örsláturhúsi eða leyfisveitingum fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar, þó þannig að ávallt sé gætt að heilnæmi og öryggi matvælanna. Hvetur stjórn félagsins til þess að öllum ráðum verði beitt í þessu máli og þurfi lagabreytingar til, verði unnið að gerð þeirra,“ segir í áskorun félagsins. 
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...