Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 22. nóvember 2019

Áskorun að skýrsla um örslátrunarverkefni Matís verði birt

Höfundur: smh
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður úr svokölluðu örslátrunarverkefni Matís verði gefnar út. Í verkefninu var grundvöllur tillagna Matís fyrir heimaslátrun kannaður á bænum  Birkihlíð í Skagafirði í nóvember á síðasta ári.
 
Í bréfi Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu kemur enn fremur fram áskorun um breytingar á lögum þar sem leyfisveitingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar. 
 
Niðurstöður ekki verið birtar
 
 „Haustið 2018 fór Matís af stað með verkefni undir forystu Sveins Margeirssonar, þar sem grundvöllur örsláturhúss var kannaður í formi heimaslátrunar. Tekin voru sýni í ferlinu og úr afurðunum og vinnsluferlið allt kannað og metið. Vitað er að niðurstöður liggja fyrir, en hafa ekki verið birtar,“ segir í bréfi félagsins.
 
Leyfisveitingar rýmkaðar
 
„Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu skorar á landbúnaðarráðuneytið, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands og Matís ohf. að beita sér fyrir því að niðurstöður úr verkefninu um örsláturhús sem Matís fór af stað með haustið 2018 verði kynntar. Jafnframt að möguleikar á örsláturhúsi eða leyfisveitingum fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar, þó þannig að ávallt sé gætt að heilnæmi og öryggi matvælanna. Hvetur stjórn félagsins til þess að öllum ráðum verði beitt í þessu máli og þurfi lagabreytingar til, verði unnið að gerð þeirra,“ segir í áskorun félagsins. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...