Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi

Höfundur: smh

Nú rétt í þessu var fyrsti ársfundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) settur í Hofi á Akureyri.

Er ársfundurinn haldinn vegna breytinga á samþykktum BÍ á Búnaðarþingi 2015. Ársfundur er annars eðlis en Búnaðarþing, en fulltrúar á Búnaðarþingi hafa þó  einir atkvæðisrétt á ársfundinum.

Ársfundurinn kemur í stað Búnaðarþingsins annað hvert ár.  Þar verða ekki lagðar fram neinar ályktanir, en reikningar samtakanna fyrir árið 2016 verða afgreiddir og fjárhagsáætlun 2017.  Þar er kosinn skoðunarmaður og endurskoðanda til eins árs.

Sindri Sigurgeirsson flytur fundinum skýrslu um störf samtakanna, en ekki formlega setningarræðu eins og á Búnaðarþingi.

Fundargestir á ársfundi BÍ 2017.

Dagskrá ársfundarins verður tvískipt; fyrir hádegi eru hin eiginlegu aðalfundarstörf en eftir hádegi er ráðstefna undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins. þar sem fjallað verður um efnið frá mismunandi sjónarhornum.  Þar verður m.a. fjallað um nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.

Í kvöld er síðan bændahátíð í Hofi þar sem að Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrum formaður BÍ stýrir veisluhöldum.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

 

Ráðstefnudagskrá - Búskapur morgundagsins

föstudaginn 3. mars kl. 13.00-16.00

 

Setning ráðstefnu: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ

 

Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra

 

Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

 

Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ

 

Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð

Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni

 

Kaffihlé

 

Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun

Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur

 

Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni

Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli

 

Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda

Brynjar Már Karlsson, nýsköpun og þróun hjá Marel

 

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum

Ráðstefnustjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...