Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi

Höfundur: smh

Nú rétt í þessu var fyrsti ársfundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) settur í Hofi á Akureyri.

Er ársfundurinn haldinn vegna breytinga á samþykktum BÍ á Búnaðarþingi 2015. Ársfundur er annars eðlis en Búnaðarþing, en fulltrúar á Búnaðarþingi hafa þó  einir atkvæðisrétt á ársfundinum.

Ársfundurinn kemur í stað Búnaðarþingsins annað hvert ár.  Þar verða ekki lagðar fram neinar ályktanir, en reikningar samtakanna fyrir árið 2016 verða afgreiddir og fjárhagsáætlun 2017.  Þar er kosinn skoðunarmaður og endurskoðanda til eins árs.

Sindri Sigurgeirsson flytur fundinum skýrslu um störf samtakanna, en ekki formlega setningarræðu eins og á Búnaðarþingi.

Fundargestir á ársfundi BÍ 2017.

Dagskrá ársfundarins verður tvískipt; fyrir hádegi eru hin eiginlegu aðalfundarstörf en eftir hádegi er ráðstefna undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins. þar sem fjallað verður um efnið frá mismunandi sjónarhornum.  Þar verður m.a. fjallað um nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.

Í kvöld er síðan bændahátíð í Hofi þar sem að Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrum formaður BÍ stýrir veisluhöldum.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

 

Ráðstefnudagskrá - Búskapur morgundagsins

föstudaginn 3. mars kl. 13.00-16.00

 

Setning ráðstefnu: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ

 

Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra

 

Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

 

Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ

 

Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð

Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni

 

Kaffihlé

 

Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun

Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur

 

Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni

Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli

 

Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda

Brynjar Már Karlsson, nýsköpun og þróun hjá Marel

 

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum

Ráðstefnustjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...