Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þernunes í Reyðarfirði.
Þernunes í Reyðarfirði.
Fréttir 8. febrúar 2022

ARR-arfgerðin fannst ekki á Kambi

Höfundur: smh

Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin væri ekki þaðan komin, þar sem hún fannst ekki í þeim 45 sýnum sem tekin voru þar á bæ úr þeim einstaklingum sem skyldastir voru Njálu.

Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur greinir frá þessum tíðindum á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og segir að þegar þetta varð ljóst hafi verið ákveðið að snúa sér aftur að Þernunesi og voru 95 sýni tekin þar 2. febrúar sem nú eru í greiningu.

Fimm hundruð bændur og 34 þúsund kindur

Þá segir Eyþór að samhliða sé átaksverkefnið um arfgerðargreiningar farið af stað, sem sé það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Um 500 bændur hafa sótt um að taka þátt í verkefninu fyrir rúmlega 34 þúsund kindur, þar sem leitað verður að arfgerðum sem geta mögulega talist verndandi gegn riðu.

Því er útlit fyrir að á næstu vikum og mánuðum muni skýrast hvaðan ARR-arfgerðin kemur og hversu útbreidd hún er í stofninum.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...