Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þernunes í Reyðarfirði.
Þernunes í Reyðarfirði.
Fréttir 8. febrúar 2022

ARR-arfgerðin fannst ekki á Kambi

Höfundur: smh

Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin væri ekki þaðan komin, þar sem hún fannst ekki í þeim 45 sýnum sem tekin voru þar á bæ úr þeim einstaklingum sem skyldastir voru Njálu.

Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur greinir frá þessum tíðindum á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og segir að þegar þetta varð ljóst hafi verið ákveðið að snúa sér aftur að Þernunesi og voru 95 sýni tekin þar 2. febrúar sem nú eru í greiningu.

Fimm hundruð bændur og 34 þúsund kindur

Þá segir Eyþór að samhliða sé átaksverkefnið um arfgerðargreiningar farið af stað, sem sé það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Um 500 bændur hafa sótt um að taka þátt í verkefninu fyrir rúmlega 34 þúsund kindur, þar sem leitað verður að arfgerðum sem geta mögulega talist verndandi gegn riðu.

Því er útlit fyrir að á næstu vikum og mánuðum muni skýrast hvaðan ARR-arfgerðin kemur og hversu útbreidd hún er í stofninum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f