Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Fréttir 7. júlí 2017

Árni tekur við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá RML

Höfundur: smh

Árni B. Bragason hefur tekið við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) af Lenu Reiher.

Í tilkynningu á vef RML (rml.is) er sagt frá því að Lena hafi ákveðið að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. „Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar. Árni hefur undanfarin ár sinnt sem megináherslu í starfi ráðgjöf í sauðfjárrækt og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og kennslu. Hann er jafnframt garðplöntufræðingur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum og hefur talsverða reynslu af rækun garðplantna og útimatjurta. Árni er búsettur á Þorgautsstöðum 2 í Hvítársíðu en hefur starfsaðstöðu á Hvanneyri, beinn sími Árna er 516-5008 og netfangið er: ab@rml.is. 

Í nýjum búvörusamningum er aukið við fjármagn til aðlögunar að lífrænum búskap. Nánar má sjá ýmsar upplýsingar um lífræna framleiðslu og aðlögun að lífrænum búskap í meðfylgjandi upplýsingabæklingi sem er útgefinn af RML. Áhugasamir eru jafnramt hvattir til að hafa samband við Árna varðandi þær spurningar sem upp koma um aðlögun að lífrænni ræktun,“ segir í tilkynningunni. 

Skylt efni: Lífræn ræktun | RML

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...