Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Fréttir 7. júlí 2017

Árni tekur við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá RML

Höfundur: smh

Árni B. Bragason hefur tekið við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) af Lenu Reiher.

Í tilkynningu á vef RML (rml.is) er sagt frá því að Lena hafi ákveðið að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. „Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar. Árni hefur undanfarin ár sinnt sem megináherslu í starfi ráðgjöf í sauðfjárrækt og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og kennslu. Hann er jafnframt garðplöntufræðingur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum og hefur talsverða reynslu af rækun garðplantna og útimatjurta. Árni er búsettur á Þorgautsstöðum 2 í Hvítársíðu en hefur starfsaðstöðu á Hvanneyri, beinn sími Árna er 516-5008 og netfangið er: ab@rml.is. 

Í nýjum búvörusamningum er aukið við fjármagn til aðlögunar að lífrænum búskap. Nánar má sjá ýmsar upplýsingar um lífræna framleiðslu og aðlögun að lífrænum búskap í meðfylgjandi upplýsingabæklingi sem er útgefinn af RML. Áhugasamir eru jafnramt hvattir til að hafa samband við Árna varðandi þær spurningar sem upp koma um aðlögun að lífrænni ræktun,“ segir í tilkynningunni. 

Skylt efni: Lífræn ræktun | RML

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...