Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Fréttir 7. júlí 2017

Árni tekur við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá RML

Höfundur: smh

Árni B. Bragason hefur tekið við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) af Lenu Reiher.

Í tilkynningu á vef RML (rml.is) er sagt frá því að Lena hafi ákveðið að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. „Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar. Árni hefur undanfarin ár sinnt sem megináherslu í starfi ráðgjöf í sauðfjárrækt og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og kennslu. Hann er jafnframt garðplöntufræðingur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum og hefur talsverða reynslu af rækun garðplantna og útimatjurta. Árni er búsettur á Þorgautsstöðum 2 í Hvítársíðu en hefur starfsaðstöðu á Hvanneyri, beinn sími Árna er 516-5008 og netfangið er: ab@rml.is. 

Í nýjum búvörusamningum er aukið við fjármagn til aðlögunar að lífrænum búskap. Nánar má sjá ýmsar upplýsingar um lífræna framleiðslu og aðlögun að lífrænum búskap í meðfylgjandi upplýsingabæklingi sem er útgefinn af RML. Áhugasamir eru jafnramt hvattir til að hafa samband við Árna varðandi þær spurningar sem upp koma um aðlögun að lífrænni ræktun,“ segir í tilkynningunni. 

Skylt efni: Lífræn ræktun | RML

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...