Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Lena Reiher og Árni B. Bragason.
Fréttir 7. júlí 2017

Árni tekur við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá RML

Höfundur: smh

Árni B. Bragason hefur tekið við ráðgjöf í lífrænni ræktun hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) af Lenu Reiher.

Í tilkynningu á vef RML (rml.is) er sagt frá því að Lena hafi ákveðið að breyta um starfsvettvang og flytja til Þýskalands nú í sumar. „Lena vann að fjölbreyttum störfum hjá RML undanfarin ár, m.a í hrossarækt, sauðfjár- og nautgriparækt auk lífrænnar ræktunar. Í stað Lenu hefur Árni B. Bragason ráðunautur RML tekið að sér að halda áfram því góða starfi sem Lena sinnti varðandi upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði lífrænnar ræktunar. Árni hefur undanfarin ár sinnt sem megináherslu í starfi ráðgjöf í sauðfjárrækt og hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og kennslu. Hann er jafnframt garðplöntufræðingur frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum og hefur talsverða reynslu af rækun garðplantna og útimatjurta. Árni er búsettur á Þorgautsstöðum 2 í Hvítársíðu en hefur starfsaðstöðu á Hvanneyri, beinn sími Árna er 516-5008 og netfangið er: ab@rml.is. 

Í nýjum búvörusamningum er aukið við fjármagn til aðlögunar að lífrænum búskap. Nánar má sjá ýmsar upplýsingar um lífræna framleiðslu og aðlögun að lífrænum búskap í meðfylgjandi upplýsingabæklingi sem er útgefinn af RML. Áhugasamir eru jafnramt hvattir til að hafa samband við Árna varðandi þær spurningar sem upp koma um aðlögun að lífrænni ræktun,“ segir í tilkynningunni. 

Skylt efni: Lífræn ræktun | RML

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...