Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu
Mynd / smh
Fréttir 8. júlí 2021

Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu

Höfundur: smh

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Geitfjárræktarfélag Íslands fengu nýlega styrk frá erfðanefnd landbúnaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu. 

Riða kom upp á sauðfjárbúum í Skagafirði í nóvember á síðasta ári og þurfti í kjölfarið að skera niður bústofna bæði sauðfjár og geitfjár, jafnvel þótt smit hafi ekki verið staðfest í geitunum. Segja reglur fyrir um að skera þurfi niður bæði sauðfé og geitfé komi riða upp á bæjum með bæði búfjárkyn – en ekki hefur greinst riða í íslensku geitfé og er stofninn skilgreindur í útrýmingarhættu.

Birna K. Baldursdóttir, lektor við LbhÍ, heldur utan um verkefnið og segir hún að mjög mikilvægur þáttur í að sporna við þeirri miklu skyldleikarækt sem hrjáir stofninn sé að nýta sæðingar. „Það er því nauðsynlegt að fá betri upplýsingar um „arfgerðarlandslagið“ í stofninum hvað næmi fyrir riðu varðar og kanna hvort hægt verði að haga varðveislustarfi með tilliti til þess.“ 

Birna Kristín Baldursdóttir hefur umsjón með arfgerðarrannsóknum á íslenskum geitum.

Tekið tillit til næmi arfgerða við riðuniðurskurð 

Hún segir að auk þess muni það leiða af rannsóknunum að hægt verði að velja hafra á sæðingastöð sem hafa lítið eða ekkert næmi fyrir riðu, sem verði þá sambærilegt við verklagið á sauðfjársæðingastöðvum. 

„Í nýlegri reglugerð Evópusambandsins um varnir og útrýmingu á TSE – transmissible spongiform encephalopathies – sjúkdómum hjá nautgripum, sauðfé og geitum er tekið tillit til næmi arfgerða fyrir hefðbundinni riðu þegar skera á niður. Þar kemur fram að val á gripum með verndandi arfgerðir geti verið áhrifarík aðferð í baráttunni gegn riðu og hreinn niðurskurður gripa án tillits til arfgerða geti haft neikvæð áhrif á erfðafjölbreytileika búfjárkynja sem eru viðkvæmir eða í útrýmingarhættu,“ segir Birna.

Skylt efni: geitur | íslenskar geitur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...