Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu
Mynd / smh
Fréttir 8. júlí 2021

Arfgerðarrannóknir gerðar á geitum með tilliti til næmi fyrir riðu

Höfundur: smh

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og Geitfjárræktarfélag Íslands fengu nýlega styrk frá erfðanefnd landbúnaðarins til að gera arfgerðarrannsóknir á geitum. Markmið verkefnisins er að auka þekkingu á erfðafræðilegri stöðu stofnsins á arfgerðum sem tengjast næmi fyrir riðu. 

Riða kom upp á sauðfjárbúum í Skagafirði í nóvember á síðasta ári og þurfti í kjölfarið að skera niður bústofna bæði sauðfjár og geitfjár, jafnvel þótt smit hafi ekki verið staðfest í geitunum. Segja reglur fyrir um að skera þurfi niður bæði sauðfé og geitfé komi riða upp á bæjum með bæði búfjárkyn – en ekki hefur greinst riða í íslensku geitfé og er stofninn skilgreindur í útrýmingarhættu.

Birna K. Baldursdóttir, lektor við LbhÍ, heldur utan um verkefnið og segir hún að mjög mikilvægur þáttur í að sporna við þeirri miklu skyldleikarækt sem hrjáir stofninn sé að nýta sæðingar. „Það er því nauðsynlegt að fá betri upplýsingar um „arfgerðarlandslagið“ í stofninum hvað næmi fyrir riðu varðar og kanna hvort hægt verði að haga varðveislustarfi með tilliti til þess.“ 

Birna Kristín Baldursdóttir hefur umsjón með arfgerðarrannsóknum á íslenskum geitum.

Tekið tillit til næmi arfgerða við riðuniðurskurð 

Hún segir að auk þess muni það leiða af rannsóknunum að hægt verði að velja hafra á sæðingastöð sem hafa lítið eða ekkert næmi fyrir riðu, sem verði þá sambærilegt við verklagið á sauðfjársæðingastöðvum. 

„Í nýlegri reglugerð Evópusambandsins um varnir og útrýmingu á TSE – transmissible spongiform encephalopathies – sjúkdómum hjá nautgripum, sauðfé og geitum er tekið tillit til næmi arfgerða fyrir hefðbundinni riðu þegar skera á niður. Þar kemur fram að val á gripum með verndandi arfgerðir geti verið áhrifarík aðferð í baráttunni gegn riðu og hreinn niðurskurður gripa án tillits til arfgerða geti haft neikvæð áhrif á erfðafjölbreytileika búfjárkynja sem eru viðkvæmir eða í útrýmingarhættu,“ segir Birna.

Skylt efni: geitur | íslenskar geitur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...