Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson.
Anton Kári Halldórsson.
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Samtökin eru landshlutasamtök fimmtán sveitarfélaga á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Meginstarfsemi þeirra felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi.

Önnur hlutverk tengjast m.a. samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. Samtökin vinna einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðarþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinna sérverkefna.

„Nýja embættið leggst gríðarlega vel í mig um leið og ég þakka kærlega fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá að sinna þessu verkefni. En auðvitað stendur maður ekki einn, því á bak við mig er einnig nýkjörin stjórn sem skipuð er einvala liði sveitarstjórnarfulltrúa á Suðurlandi,“ segir Anton Kári. Fyrir stjórn liggja nú fjölmörg verkefni. „Það sem mér finnst mest spennandi og áhugaverðast við embættið er að fá að leiða sunnlenskt samstarf á breiðum grundvelli. Það er mikilvægt að við Sunnlendingar stöndum saman vörð um okkar hagsmuni og sjáum til þess að landshlutinn haldi áfram að blómstra og tækifærin eru svo sannarlega hér.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...