Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nokkur mannekla virðist vera í dýralæknafaginu og sérstaklega á landsbyggðinni.
Nokkur mannekla virðist vera í dýralæknafaginu og sérstaklega á landsbyggðinni.
Mynd / BBL
Fréttir 25. júní 2021

Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi samkvæmt nýrri könnun sem Dýralæknafélag Íslands gerði meðal félagsmanna sinna.

Stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á sam­félags­miðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, sam­úðar­þreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda. Könnunin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Outcome dagana 7. til 14. júní og var svar­hlutfall 60%.

Álag hefur aukist til muna

Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk (8–10) en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi (29%). Álag í starfi virðist hafa aukist síðustu misseri en 68% sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Einn af hverjum fimm (21%) sögðust hafa skipt um starf vegna álags á lífsleiðinni. Allnokkrir hættu störfum alfarið.

Aukin gæludýraeign landsmanna

Helstu ástæður aukins álags eru sagðar vera aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Framfarir í faginu hafa jafnframt aukið þjónustuframboð dýralækna til muna og krafan um aukna tæknivæðingu og endurmenntun verður sífellt háværari. Nokkur mannekla virðist vera í faginu og þá sérstaklega á landsbyggðinni, en hafa ber í huga að nýlega var umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar fækkað úr fimm í fjögur.

Heilsufar dýralækna: Er sama uppi á teningnum á Íslandi og í öðrum löndum?

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur rannsakað starfsumhverfi og heilsutengda þætti meðal dýralækna um árabil. Benda niðurstöðurnar til þess að bandarískir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einn af hverjum sex sögðust hafa íhugað sjálfsvíg einhvern tímann um ævina. Niðurstöður breskra og norskra kannana benda til hins sama en samkvæmt breskri rannsókn eru dýralæknar þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan og norskir dýralæknar um tvöfalt líklegri.

Ekki liggur fyrir hvort staðan á Íslandi sé jafn slæm og í öðrum löndum en í könnun Dýralækna­félagsins sögðust 75% svarenda finna fyrir streitueinkennum vegna mikils álags í starfi, þar af 45% bæði fyrir líkamlegum og andlegum einkennum.

Eftirlitsdýralæknar hafa orðið fyrir því að vegið sé að sálrænu og líkamlegu öryggi þeirra í eftirlitsferðum í sveitum landsins þegar kannað er hvort settum lögum og reglum, til dæmis um dýravelferð og aðra þætti, sé framfylgt.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...