Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjöldi svínabúa í Suður-Kóreu hafa verið sett í einangrun vegna útbreiðslu svínaflensu í landinu.
Fjöldi svínabúa í Suður-Kóreu hafa verið sett í einangrun vegna útbreiðslu svínaflensu í landinu.
Fréttir 10. október 2019

Alvarleg tilfelli afrískrar svínaflensu greind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Suður-Kórea hefur bæst í hóp þeirra landa þar sem afrísk svínaflensa hefur greinst. Talið er líklegt að að flensan muni berast til Bretlandseyja fljótlega.

Hröð útbreiðsla afrískrar svínaflensu í heiminum er talin vera eitt versta tilfelli alvarlegs dýrasjúkdóms í veröldinni til þessa. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og lífshættulegur fyrir svín. Með áframhaldandi hraða á útbreiðslu sjúkdómsins er talið að hann berist til Bretlandseyja á næstu misserum.

Útbreiðsla í Evrópu

Ekki er langt síðan tollverðir á Norður-Írlandi gerðu upptækt svínakjöt sem reyndist vera sýkt af vírus sem veldur afrískri svínaflensu. Vírusinn getur leynst í frosinni kjötvöru svo mánuðum skiptir og getur haft gríðarlega slæm áhrif á svínarækt berist hann í lifandi svín.

Afrísk svínaflensa hefur verið að breiðast út um Evrópu undanfarin ár og greindist meðal annars í Belgíu á síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin hefur greinst hefur verið gripið til þess ráðs að skera niður. Auk þess sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í Austur-Evrópu hafa lógað fjölda villisvína til að hefta útbreiðslu pestarinnar.

Kína orðið illa úti

Sjúkdómurinn barst til Kína á síðasta ári og í framhaldinu var yfir 100 milljón svínum í landinu slátrað til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Talið er líklegt að lóga þurfi um 250 milljón svínum til viðbótar í baráttunni við sjúkdóminn í Kína. Kínverjar eru sú þjóð í heimi sem neyta mest af svínakjöti og er svínakjöt víða skammtað í landinu eins og er og hefur verð þess hækkað töluvert.

Blóðsýni úr svínum á Filippseyjum sýna að sjúkdómurinn var komin þangað 14. september síðastliðinn.

Stökkbreyting gæti gert vírusinn hættulegan mönnum

Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínaflensu sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum.

Heimssamtök um dýraheilbrigði áætla að um 6000 tilfelli af afrískri svínaflensu séu í heiminum í dag. Flensan berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum. Vírusinn sem veldur flensunni getur leynst í marga mánuði í frosnu kjöti sem flutt er milli landa. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...