Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjöldi svínabúa í Suður-Kóreu hafa verið sett í einangrun vegna útbreiðslu svínaflensu í landinu.
Fjöldi svínabúa í Suður-Kóreu hafa verið sett í einangrun vegna útbreiðslu svínaflensu í landinu.
Fréttir 10. október 2019

Alvarleg tilfelli afrískrar svínaflensu greind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Suður-Kórea hefur bæst í hóp þeirra landa þar sem afrísk svínaflensa hefur greinst. Talið er líklegt að að flensan muni berast til Bretlandseyja fljótlega.

Hröð útbreiðsla afrískrar svínaflensu í heiminum er talin vera eitt versta tilfelli alvarlegs dýrasjúkdóms í veröldinni til þessa. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og lífshættulegur fyrir svín. Með áframhaldandi hraða á útbreiðslu sjúkdómsins er talið að hann berist til Bretlandseyja á næstu misserum.

Útbreiðsla í Evrópu

Ekki er langt síðan tollverðir á Norður-Írlandi gerðu upptækt svínakjöt sem reyndist vera sýkt af vírus sem veldur afrískri svínaflensu. Vírusinn getur leynst í frosinni kjötvöru svo mánuðum skiptir og getur haft gríðarlega slæm áhrif á svínarækt berist hann í lifandi svín.

Afrísk svínaflensa hefur verið að breiðast út um Evrópu undanfarin ár og greindist meðal annars í Belgíu á síðasta ári. Alls staðar þar sem pestin hefur greinst hefur verið gripið til þess ráðs að skera niður. Auk þess sem Frakkar, Þjóðverjar og lönd í Austur-Evrópu hafa lógað fjölda villisvína til að hefta útbreiðslu pestarinnar.

Kína orðið illa úti

Sjúkdómurinn barst til Kína á síðasta ári og í framhaldinu var yfir 100 milljón svínum í landinu slátrað til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Talið er líklegt að lóga þurfi um 250 milljón svínum til viðbótar í baráttunni við sjúkdóminn í Kína. Kínverjar eru sú þjóð í heimi sem neyta mest af svínakjöti og er svínakjöt víða skammtað í landinu eins og er og hefur verð þess hækkað töluvert.

Blóðsýni úr svínum á Filippseyjum sýna að sjúkdómurinn var komin þangað 14. september síðastliðinn.

Stökkbreyting gæti gert vírusinn hættulegan mönnum

Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínaflensu sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum.

Heimssamtök um dýraheilbrigði áætla að um 6000 tilfelli af afrískri svínaflensu séu í heiminum í dag. Flensan berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum. Vírusinn sem veldur flensunni getur leynst í marga mánuði í frosnu kjöti sem flutt er milli landa. 

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...