Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hamingjusamir alifuglar á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Hamingjusamir alifuglar á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. nóvember 2017

Alifuglakjötið er vinsælast með nær 34% markaðshlutdeild

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt samantekt Búnaðar­stofu MAST er íslenskt alifuglakjöt langvinsælast á markaðnum. Er það með 33,8% hlutdeild, ef litið er á sölu á kjöti frá afurðastöðvum til kjötvinnsla, og verslana. Kindakjötið kemur þar næst á eftir með 25,1% hlutdeild.
 
Hefur sala íslensks alifuglakjöts aukist um 7,1% milli ára og framleiðsla hefur aukist um 10,6% miðað við tölur sláturleyfishafa í lok október. Á þessu tímabili voru seld 9.440 tonn af íslensku alifuglakjöti. 
Frá október 2016 til októberloka 2017 voru framleidd tæplega 9.703 tonn af alifuglakjöti á Íslandi. Er það 30% hlutdeild í íslenska kjötframleiðslugeiranum. Þar að auki var búið að flytja inn yfir 1.369 tonn af alifuglaafurðum í lok september samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 
 
Niðurstaða EFTA-dómstóls gæti sett strik í reikninginn
 
Verulegur ótti er nú við að  niðurstöður EFTA-dómstólsins fyrir skömmu, um að heimila beri innflutning á hráu kjöti, geti gjörbreytt þessari stöðu og að það muni koma illa við ýmsar greinar  íslenskrar kjötframleiðslu. Eins og fram hefur komið óttast menn þar ekki síst neikvæð áhrif á byggðir landsins, smithættu fyrir viðkvæma búfjárstofna og versnandi stöðu lýðheilbrigðis, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðfélagið.
 
Kindakjötið næstvinsælast
 
Kindakjöt, eða sauðfjárafurðir, eru næstvinsælastar á Íslandi með 25,1% markaðshlutdeild. Var salan tæp 7.018 tonn frá októberlokum 2016 til sama tíma 2017. Framleiðslan á kindakjöti var samt meiri en á alifuglakjöti, eða tæp 10.748 tonn þegar sláturtíð var nær lokið um síðustu mánaðamót. Það er 33,2% af heildar kjötframleiðslu landsmanna. Framleiðsla sauðfjár­afurða jókst um 4,3% á milli ára, en salan um 4,1%.
 
Virðist sauðfjárslátrun í haust ekki benda til að bændur hafi skorið eins  mikið niður og fráfarandi ráðherra hafði hvatt til. Væntanlega spilar þar inn í lágt afurðaverð til bænda og mikil óvissa vegna stjórnarslita og kosninga.
 
Birgðir kindakjöts minnka
 
Miðað við fréttir í haust mætti ætla að birgðasöfnun á kindakjöti sé mikil. Það er þó ekki raunin samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST. Við lok sláturtíðar voru tæplega 7.862 tonn af kindakjöti í geymslum afurðastöðva. Í byrjun október voru birgðirnar 8,5% meiri en á sama tíma í fyrra, en í lok mánaðarins voru þær 4,6% minni en árið áður.
 
Stóraukinn útflutningur sauðfjárafurða 
 
Skýringin á minnkandi birgðum kindakjöts er tvíþætt. Það er vaxandi sala á kindakjöti á innanlandsmarkaði og síðan skiptir þarna verulegu máli að útflutningur á sauðfjárafurðum jókst á milli ára um 41,3% og nam 3.766 tonnum. Þar af jókst útflutningurinn á síðasta ársfjórðungi um 125,5% og um 148,8% í október síðastliðnum. 
 
Svínakjötið í þriðja sæti en berst við sívaxandi innflutning
 
Íslenska svínakjötið fylgir fast á eftir kindakjötinu, var með 22,4% markaðshlutdeild og sölu frá afurðastöðvum upp á 6.261 tonn miðað við lok október. Það er heldur meira en framleiðslan sem var 6.243 tonn og jókst um 1,5% á milli ára. Er svínakjötið 19,3% af heildar kjötframleiðslunni á Íslandi. 
Í lok september var búið að flytja inn rúmlega 1.540 tonn af svínakjöti, þar af 325 tonn af reyktu, söltuðu og þurrkuðu svínakjöti og rúmlega 65 tonn af öðrum unnum vörum úr svínakjöti. Aukist innflutningur mikið kann það að hafa alvarleg áhrif á íslenska svínakjötsframleiðslu.
 
Nautgripakjötið í fjórða sæti
 
Íslenska nautgripakjötið er í fjórða sæti hvað framleiðslu og sölu varðar. Þannig voru framleidd rúm 4.620 tonn frá októberlokum 2016 til októberloka 2017. Er hlutdeildin í kjötframleiðslunni 14,3%. Aftur á móti voru seld rúmlega 4.630 tonn, sem er 5,5% aukning frá árinu áður og er markaðshlutdeildin 16,6%. 
Umtalsvert hefur einnig verið flutt inn af nautgripakjöti. Þannig var búið að flytja inn rúmlega 743 tonn í lok september.
 
Sala á hrossakjöti eykst um nær 21% milli ára
 
Tæplega 1.011 tonn voru framleidd af hrossakjöti frá októberlokum í fyrra til októberloka 2017. Það er 3,1% aukning á milli ára og er hlutdeildin í íslensku kjötframleiðslunni einnig 3,1%. Sala hér innanlands hefur aftur á móti stóraukist, eða um 20,8% á sama tíma. Eigi að síður er salan ekki nema rúm 573 tonn og er 2,1% hlutdeild af íslenska kjötmarkaðnum.
 
Útflutningur á hrossakjöti nam rúmlega 450 tonnum og er það aukning upp á 2,6%. Birgðir höfðu meira en tvöfaldast á milli ára en voru samt ekki nema rúm 28 tonn í lok október. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun