Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Algert metár í umferð um Hringveg
Mynd / BBL
Fréttir 20. febrúar 2017

Algert metár í umferð um Hringveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%.  Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu.
 
Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar farið um mælipunkta Vegagerðarinnar á Hringveginum. Sama á við um nýliðinn desembermánuð en umferðin jókst um ríflega 21 prósent í mánuðinum og hefur umferð yfir vetrarmánuðina aukist gríðarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferðamennsku. 
 
Fram kemur á vef Vega­gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi og er nú ljóst að umferð um þá hefur aukist um rúmlega 13% og hefur aldrei áður aukist jafn mikið.
 
Umferð í nýliðnum desembermánuði jókst verulega miðað við umferð liðinna ára í sama mánuði, eða um 21% miðað við árið á undan.Þetta er mesta aukning milli desembermánuða frá því að samantekt af þessu tagi hófst. Umferð jókst á öllum landsvæðum en langmest mældist aukningin um mælisnið á Austurlandi, um tæplega 52%.  Minnst jókst umferð um mælisnið um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 18%.
 
Nokkrar ástæður eru fyrir því að umferð um Hringveg eykst sem raun ber vitni. Vegagerðin hefur bent á fylgni umferðar við hagvöxt, aukningu ferðamanna og góð færð á vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið að segja.  

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...