Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Algert metár í umferð um Hringveg
Mynd / BBL
Fréttir 20. febrúar 2017

Algert metár í umferð um Hringveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%.  Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu.
 
Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar farið um mælipunkta Vegagerðarinnar á Hringveginum. Sama á við um nýliðinn desembermánuð en umferðin jókst um ríflega 21 prósent í mánuðinum og hefur umferð yfir vetrarmánuðina aukist gríðarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferðamennsku. 
 
Fram kemur á vef Vega­gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi og er nú ljóst að umferð um þá hefur aukist um rúmlega 13% og hefur aldrei áður aukist jafn mikið.
 
Umferð í nýliðnum desembermánuði jókst verulega miðað við umferð liðinna ára í sama mánuði, eða um 21% miðað við árið á undan.Þetta er mesta aukning milli desembermánuða frá því að samantekt af þessu tagi hófst. Umferð jókst á öllum landsvæðum en langmest mældist aukningin um mælisnið á Austurlandi, um tæplega 52%.  Minnst jókst umferð um mælisnið um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 18%.
 
Nokkrar ástæður eru fyrir því að umferð um Hringveg eykst sem raun ber vitni. Vegagerðin hefur bent á fylgni umferðar við hagvöxt, aukningu ferðamanna og góð færð á vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið að segja.  

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...