Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast
Fréttir 25. júní 2015

Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast

Höfundur: smh
Á vegum Bændasamtaka Íslands og Umhverfisstofnunar var haldin ráðstefna í Gunnarsholti þann 10. apríl síðastliðinn þar sem upplýsingar voru kynntar sem bændur höfðu skráð um tjón af völdum álfta og gæsa. Kom þar í ljós að tjón á síðasta ári var afar umfangsmikið.
 
Í framhaldinu gaf fulltrúi umhverfisráðuneytisins út að skipaður yrði aðgerðarhópur á vegum stjórnvalda til að vinna að tillögum um aðgerðir til að bregðast við vandanum. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, sem hefur m.a. unnið í þessum málum fyrir hönd Bændasamtakanna, þá er vinna með stjórnvöldum að aðgerðaráætlun að komast í gang. „Tjónaskýrslur frá bændum í fyrra sýndu fram á verulegt tjón sem gerir kornbændum mjög erfitt fyrir á sumum svæðum landsins. Tilkynningar um tjón sem bændur skráðu á Bændatorgið í fyrra hafa verið mikilvæg gögn til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Það skiptir því öllu máli að bændur haldi áfram að skrá tjón á þessu ári á Bændatorginu. Upplýsingar um tjón fara til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands til skoðunar og úrvinnslu. Bændasamtökin hvetja bændur til að skrá allt tjón af völdum fugla samviskusamlega svo það geti orðið grundvöllur að aðgerðaáætlun í samvinnu við stjórnvöld.“
 
Til þess að hægt sé að skrá tjón á spildum þurfa þær að vera skráðar í JÖRÐ, skýrsluhaldskerfið í jarðrækt, en einnig þarf stafrænt túnkort að vera til staðar. 
 
Í upplýsingum sem skráðar eru þarf eftirfarandi að koma fram: umfang tjóns, tegund fugla sem valda tjóni, tímabil sem tilkynnt tjón á við um, hvaða forvörnum var beitt og mat á kostnaði við forvarnir. Þá eru bændur hvattir til að taka myndir sem sýna fram á tjónið og senda með tjónatilkynningu. Nánari upplýsingar veita búnaðarsambönd og Jón Baldur Lorange hjá Búnaðarstofu. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...