Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Fréttir 10. mars 2015

Alfa og Hjálma hæst hjá eyfirskum kúabændum

Hjá Félagi eyfirskra kúabænda er haldin sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og veita viðurkenningar. Annars vegar er það fyrir útlitsdóm og hins vegar fyrir sambland af honum og afurðamati kýrinnar. Var nú komið að kúm fæddum árið 2009.
 
Þessi árgangur samanstóð af 1.487 kúm sem voru á 89 búum. Meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú var því 16,7 kýr. 
 
Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 36% kúnna voru undan reyndum nautum, 39% undan ungnautum og 25% undan heimanautum. Sú óæskilega þróun er að heldur fjölgar í síðastnefnda hópnum.
Meðaleinkunn fyrir skrokk­byggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 16,7 fyrir mjaltir og 4,6 stig fyrir skap. Í dómseinkunn gerir það að meðaltali 82,3 stig. Miðað við næstu árganga á undan er um að ræða lítils háttar lækkun á aðaleinkunn sem fyrst og fremst stafar af nákvæmari dómum á mjöltum. Heildarstig einstakra kúa sveiflaðist frá 70 upp í 90.
 
Úr 2009 árganginum náðu 2 kýr á svæðinu 90 stigum og 10 hlutu 89 stig. Fengu eigendur þeirra viðurkenningu frá Félagi eyfirskra kúabænda. Voru það stækkaðar og áritaðar myndir af kúnum.
Út frá afurðamati kýrinnar og dómseinkunn, var reiknuð út heildareinkunn fyrir hana. Sú einkunn er fundin þannig: Dómseinkunn x 2 + afurðamat + eigið frávik fyrir afurðir (umfram 100). Varðandi verðlaunakýrnar er þess krafist að fyrir þurfi að liggja að lágmarki fjórar efnamælinganiðurstöður á ári, kýrin hafi ekki verið eldri en þriggja ára við fyrsta burð og burðartilfærsla ekki verið óeðlilega mikil. Miðað var við að kýrnar væru lifandi í árslok 2013.

6 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...