Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Fréttir 10. mars 2015

Alfa og Hjálma hæst hjá eyfirskum kúabændum

Hjá Félagi eyfirskra kúabænda er haldin sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og veita viðurkenningar. Annars vegar er það fyrir útlitsdóm og hins vegar fyrir sambland af honum og afurðamati kýrinnar. Var nú komið að kúm fæddum árið 2009.
 
Þessi árgangur samanstóð af 1.487 kúm sem voru á 89 búum. Meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú var því 16,7 kýr. 
 
Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 36% kúnna voru undan reyndum nautum, 39% undan ungnautum og 25% undan heimanautum. Sú óæskilega þróun er að heldur fjölgar í síðastnefnda hópnum.
Meðaleinkunn fyrir skrokk­byggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 16,7 fyrir mjaltir og 4,6 stig fyrir skap. Í dómseinkunn gerir það að meðaltali 82,3 stig. Miðað við næstu árganga á undan er um að ræða lítils háttar lækkun á aðaleinkunn sem fyrst og fremst stafar af nákvæmari dómum á mjöltum. Heildarstig einstakra kúa sveiflaðist frá 70 upp í 90.
 
Úr 2009 árganginum náðu 2 kýr á svæðinu 90 stigum og 10 hlutu 89 stig. Fengu eigendur þeirra viðurkenningu frá Félagi eyfirskra kúabænda. Voru það stækkaðar og áritaðar myndir af kúnum.
Út frá afurðamati kýrinnar og dómseinkunn, var reiknuð út heildareinkunn fyrir hana. Sú einkunn er fundin þannig: Dómseinkunn x 2 + afurðamat + eigið frávik fyrir afurðir (umfram 100). Varðandi verðlaunakýrnar er þess krafist að fyrir þurfi að liggja að lágmarki fjórar efnamælinganiðurstöður á ári, kýrin hafi ekki verið eldri en þriggja ára við fyrsta burð og burðartilfærsla ekki verið óeðlilega mikil. Miðað var við að kýrnar væru lifandi í árslok 2013.

6 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...