Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Verðlaunahafar úr hópi eyfirskar kúabænda.
Fréttir 10. mars 2015

Alfa og Hjálma hæst hjá eyfirskum kúabændum

Hjá Félagi eyfirskra kúabænda er haldin sú venja að taka fyrir ákveðinn árgang kúa og veita viðurkenningar. Annars vegar er það fyrir útlitsdóm og hins vegar fyrir sambland af honum og afurðamati kýrinnar. Var nú komið að kúm fæddum árið 2009.
 
Þessi árgangur samanstóð af 1.487 kúm sem voru á 89 búum. Meðalfjöldi dæmdra kúa á hvert bú var því 16,7 kýr. 
 
Skipting hópanna eftir feðrum var þannig, að 36% kúnna voru undan reyndum nautum, 39% undan ungnautum og 25% undan heimanautum. Sú óæskilega þróun er að heldur fjölgar í síðastnefnda hópnum.
Meðaleinkunn fyrir skrokk­byggingu reyndist vera 28,1 stig, 16,6 fyrir júgur, 16,3 fyrir spena, 16,7 fyrir mjaltir og 4,6 stig fyrir skap. Í dómseinkunn gerir það að meðaltali 82,3 stig. Miðað við næstu árganga á undan er um að ræða lítils háttar lækkun á aðaleinkunn sem fyrst og fremst stafar af nákvæmari dómum á mjöltum. Heildarstig einstakra kúa sveiflaðist frá 70 upp í 90.
 
Úr 2009 árganginum náðu 2 kýr á svæðinu 90 stigum og 10 hlutu 89 stig. Fengu eigendur þeirra viðurkenningu frá Félagi eyfirskra kúabænda. Voru það stækkaðar og áritaðar myndir af kúnum.
Út frá afurðamati kýrinnar og dómseinkunn, var reiknuð út heildareinkunn fyrir hana. Sú einkunn er fundin þannig: Dómseinkunn x 2 + afurðamat + eigið frávik fyrir afurðir (umfram 100). Varðandi verðlaunakýrnar er þess krafist að fyrir þurfi að liggja að lágmarki fjórar efnamælinganiðurstöður á ári, kýrin hafi ekki verið eldri en þriggja ára við fyrsta burð og burðartilfærsla ekki verið óeðlilega mikil. Miðað var við að kýrnar væru lifandi í árslok 2013.

6 myndir:

Skylt efni: eyfirskir kúabændur

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...